Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 155
147
sýran að koma verulega fram. í 2. töflu sést hins vegar hvernig ýmsar aðrar sýrur safnast fyrir.
Flestar plöntusýrurnar (eplasýra, oxaisýra, sítrónusýra, fúmarsýra og pýrusýra) haldast svip-
aðar eftir því sem á svellunina líður, en þegar plöntumar fara að drepast koma ediksýra, smjör-
sýra, vínsýra og maurasýra í ljós. Þetta gætu verið sýrur sem bakteríur mynda.
1. mynd. Kal og efnasöfnun í vallarfoxgrasi undir svelli.
2. tafla. Söfnun efnasambanda, mg/g þe., í vallarfoxgrasi eftir mislanga
svellun við -2°C.
15 dagar 36 dagar 57 dagar
Eplasýra 3,1 3,9 2,9
Oxalsýra 4,6 9,6 7,0
Sítrónusýra 1,1 1,4 2,8
Fúmarsýra 0,12 0,17 0,29
Pýrusýra 0,19 0,19 0,08
Maurasýra - - 4,0
Ediksýra - 2,1 -
Smjörsýra - - 1,7
Vfnsýra " 4,6
Borin var saman efnasöfnun hjá ungum fræplöntum af vallarfoxgrasi og eldri plöntum
teknum úr túnum sem höfðu verið slegin. Niðurstöðumar sjást á 2. mynd og í 3. töflu. Enginn
munur er á kali (þoli) þessara tveggja plöntuhópa, en í ljós kemur að efnasöfnunin er meiri og
örari á öllum efnum hjá fræplöntunum. Enginn eðlismunur virðist á öndunarferlunum hjá eldri
og yngri plöntum, en þó mælast ediksýra og vínsýra einungis hjá eldri plöntunum eftir langa