Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 156
148
svellun (3. tafla), og má því álykta að þessar tvær sýrur, og líklega einnig própónsýra, stafi frá
bakteríum sem hafa verið til staðar.
2. mynd. Samanburður á þoli og efnasöfnun fræplantna og eldri plantna vallarfoxgrass.
3. tafla. Efnasöfnun, mg/g þe., hjá fræplöntum og eldri plöntum af vallarfoxgrasi við svellun í 34
daga við -2°C.
Engin svellun Fræplöntur Eldri plöntur 34 daga svellun Fræplöntur Eldri plöntur
Eplasýra 35,70 1,59 82,00 9,80
Sitrónusýra 0,42 3,00 49,5 8,18
Fúmarsýra 0,91 0,08 1,84 0,11
Pýrusýra 1,49 0,24 4,08 0,56
Shikimiksýra 2,46 0,10 2,33 0,20
Propíónsýra 1,77 0,09 8,38 3,65
Ediksýra - 0,20 - 5,00
Vínsýra _ 0,16 ~ 0,58
Einnig var borin saman efnasöfnun hjá nokkrum tegundum plantna, og sést vetrarþol
þeirra á 3. mynd. Þar sést að vetrarrúgurinn er þolnasta tegund vetrarkoms, rauðsmárinn er
nokkm þolnari, þá vallarfoxgrasið og beringspunturinn verður fyrir minnstum skemmdum. Á
3. mynd er einnig sýnd uppsöfnun efnasambandanna sem myndast við loftfirrða öndun hjá
fjórum plöntutegundum. Túnjurtirnar safna efnum í hærra magni en komtegundimar, en það
tekur lengri tíma. í 4. töflu sést svo söfnun annarra efnasambanda hjá þessum gróðurteg-
undum.
Það vekur athygli að þolnustu grastegundirnar innihalda talsvert mikið af eplasýru og
sítrónusýru, en þær safnast ekki upp undir svellunum. Vetrarrúgurinn inniheldur hins vegar
talsvert af ediksýru, sem heldur ekki safnast upp undir svellunum, en þolnasta grastegundin,
beringspuntur, virðist safna própíónsýru, en ekki er útilokað að hún sé upprunnin frá örverum.