Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 157
149
3. mynd. Kal og efnasöfnun hjá mismunandi tegundum jurta.
4. tafla. Söfnun nokkurra efnasambanda hjá mismunandi gróðri undir svellum við -2°C.
Vetrarrúgur Rauðsmári Vallarfoxgras Beringspuntur
0 dagar 5dagar 0 dagar 11 dagar 0 dagar 25 dagar . 0 dagar 25 dagar
Eplasýra 3,58 4,46 0 0 48,51 47,62 10,63 5,95
Sftrónusýra 10,30 8,80 38,60 0 21,59 17,69 13,30 10,64
Fúmarsýra 0,38 0,44 0,15 0,47 1,63 1,45 0,75 0,78
Pýrusýra 0,27 0,46 3,50 2,94 1,84 2,00 1,09 1,52
Própíónsýra 2,74 5,54 19,87 21,16 4,65 4,11 0 15,82
Ediksýra 47,60 34,97 0 1,42 0 0 0 2,70
UMRÆÐUR
Það vekur athygli hve mikið var af smjörsýru og ediksýru í leysingarvatni af túnum (1. tafla)
og eru þessar sýrur eflaust skýringin á svonefndri kal-lykt. Ekki virðist hægt að rekja uppruna
þeirra til loftfirrðrar öndunar hjá grösum, en þær koma fyrst fram í plöntum eftir langa svellun
(2. og 4. tafla), og þá fremur hjá eldri grösum en fræplöntum (3. tafla). Líklegt er að rekja
megi þessar sýrur til einhverra örvera sem dafna undir svellunum. Ástæða þess að meira
mældist af þessum sýrum í eldri plöntum en fræplöntum er eflaust sú að þegar plöntumar eru
teknar úr moldinni er erfiðara að hreinsa og þvo mold og óhreinindi af eldri og stærri
plöntunum, þannig að þar fylgir meira af örverum með í svellið en hjá fræplöntunum. Þær lág-
hitabakteríur sem einangraðar hafa verið af svelluðum plöntum eru flestar venjulegar loftháðar