Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 158
150
rotverur, einnig Pseudomonas fluorescens, og mynda yfirleitt ekki smjörsýru eða ediksýru.
Þarna eru því væntanlega aðrar örverur að verki.
í leysingarvatninu mældist einnig talsvert af mjólkursýru (1. tafla) og svellaðar plöntur
mynda mjólkursýru þegar líður á svellunartímann (1., 2. og 3. mynd). Hins vegar geta rotverur
einnig myndað mjólkursýru, en sá er þó munurinn að plöntur mynda D-mjólkursýru en örverur
að mestu L-mjóIkursýru. A 1. mynd hefur verið greint á rnilli þessara tveggja forma mjólkur-
sýrunnar, og sést þar að eftir allanga svellun er rúmur helmingur mjólkursýrunnar ættaður frá
örverum. ‘
Hefðbundin myndunarefni við loftfirrða öndun jurta, auk mjólkursýru, eru koltví-
sýringur og etanól. Þessi efni mælast greinilega (1., 2. og 3. mynd), og fara vaxandi þegar
líður á svellunartímann. Af þessum þremur efnasamböndum mælist etanólið mest. Það vekur
athygli að ef plöntur eru hafðar í svelli í nokkurn tíma eftir að þær eru dauðar fer etanólið að
minnka (1. mynd). Verður það helst skýrt með því að einhverjar örverur, sem þá hafa náð að
fjölga sér, geta notað etanólið sem hráefni og eytt því.
Við náttúrulegar aðstæður hefur sáðgresi á fyrsta ári, fræplöntur, yfirleitt þolað svell
miklu betur en plöntur í eldri túnum (Bjarni E. Gudleifsson, 1975). Hefur þetta verið skýrt
þannig að annaðhvort verði fræplönturnar fyrir minna álagi vegna opinnar jarðvegsbyggingar í
flögum, eða að grænn nýgræðingurinn sé lífefnafræðilega frábrugðinn eldri sölnuðum grösum
og hefði hægari eða annars konar loftfiiTða öndun. í þessurn rannsóknum, þar sem allar
plöntur verða fyrir sama álagi, kemur hins vegar ekki fram neinn marktækur munur á þoli fræ-
piantna og eldri plantna (2. mynd). Á þurrefnisgrunni mynda fræplönturnar miklu meira af
umræddum efnasamböndum, sem hefði átt að leiða þær fyrr til dauða. Skýringin á þessum
mikla mun er sú að í gömlu plöntunum er mikið af dauðu og óvirku þurrefni, svo sem orku-
forðinn, sem ekki andar líkt og lifandi frumur nýgræðingsins. Vel má hugsa sér að próteinhlut-
fallið gefi allgóða mynd af lifandi og virkum frumuvef plantnanna, en það er hærra hjá fræ-
plöntum en eldri plöntum. En jafnvel þótt leiðrétt sé með próteinhlutfallinu er talsvert örari
efnamyndun hjá fræplöntunum. Auk mikils munar í styrkleika hinna ýmsu efna verður ekki
séð að neinn munur sé á efnaferlum fræplantna og eldri grasa, þannig að munur í reynd hjá
bændum hlýtur að stafa af minna álagi á fræplönturnar í nýræktinni, líklega helst vegna opins
og loftmikils jarðvegs.
Mikill munur er á svellþoli ýmissa grastegunda. Vetrarbygg er til dæmis alveg dautt eftir
4 daga í svelli á rneðan meira en helmingur beringspuntsins lifir eftir 32 daga (3. mynd). Svo
virðist sem þolnustu tegundirnar safni öndunarefnum (etanóli, koltvísýringi, mjólkursýru) í
meira magni en þær sem eru minna þolnar, og þá beringspuntur meira en vallarfoxgras (3.