Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 165
157
Endurvöxturinn í rýgresinu er kom-
inn vel af stað um 20 dögum eftir slátt (8.
mynd). Fyrstu 20-30 dagana er ferillinn
svipaður á milli sumar- og vetrarrýgresis
en eftir það vex vetrarrýgresið raunhæft
hraðar. Athyglisvert er að hámarks vaxtar-
hraði endurvaxtarins er umtalsvert meiri
en vöxturinn fýrir fyrri slátt eða á milli
70-90 kg á dag (9. mynd), þveröfugt við
það sem gerist í fjölærum grösum eins og
t.d. vallarfoxgrasi. Þetta stafar einnig af
formi og byggingu rýgresisins, sem leggst snemma ef það fær að vaxa óhindrað og við það
dregur úr vaxtarhraðanum. Munurinn á rýgresistegundunum fer m.a. eftir þeim tíma sem það
hefur til endurvaxtar, þ.e. hversu snemma á vaxtartímanum fyrsti slátturinn er tekinn. Ef
tíminn er stuttur (<30-40 dagar) er lítill sem enginn munur á tegundunum. Ekki er raunhæft að
ætla að endurvöxturinn hafi meira en 50-60 daga til vaxtar hér landi, ef snemma er slegið. Þá
hefur ekki verið minnst á annan greinilegan mun á tegundunum sem er skriðtími þeirra.
Sumarrýgresið skríður u.þ.b. 55-70 dögum eftir sáningu og sprettur úr sér (gæðin rýrna) ef það
er ekki nýtt á réttum tíma, en vetrarrýgresið skríður mun seinna eða aldrei (það fer eftir
stofnum) við íslenskar aðstæður (Matthías Eggertsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1974).
4. tafla. Niðurstöður tölfræðiuppgjörs á sprettuferlum einærs rýgresis (tilraun nr. 730).
R2(X)* m ic*
Y Fyrri sláttur Endurvöxtur Fyrri sláttur Endurvöxtur
Hkg þe./ha 91 3*** 95,8*** 0,312 0,023*
Kg þe./dag/ha 84,1*** g9 3*** 0,128 <0,001***
* R2 er það fervikshlutfall (%) af heildarferviki sem Iíkanið útskýrir, þ.e. n.k. aðhvarfsstuðull. X =
hitamagn.
**P = sennileikahlutfall, i = sumar- og vetrarrýgresi.
Skoðað var sérstaklega hvort sláttutími fyrri sláttar hefði áhrif á heildaruppskeruna og
svo reyndist ekki vera. Reyndar bendir tilraun á Hvanneyri til þess að ef einungis er tekinn
einn sláttur seint að hausti þá dregur það verulega úr heildaruppskerunni (Ríkharð Brynjólfs-
son, 1995). Hér á eftir fylgja jöfnurnar sem stuðst var við að útskýra sprettuferlana.
9. mynd. Vaxtarhraði endurvaxtar í einæru rýgresi á
Möðruvöllum. Meðaltal 1993-1995. Meðalhiti á dag var
9,6°C.