Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 171
163
1985). í beitarkerfum erlendis er ekki óalgegnt að mjólkurkýr séu látnar bíta sama rýgresis-
blettinn margsinnis yfir vaxtartímann án teljandi vandræða. Þess vegna kemur nokkuð á óvart
að það sé stórt vandamál hér á landi að fá kýr til að bíta vel endurvöxt eftir beit (14. mynd).
Þetta takmarkar mjög notagildi rýgresisins. Eitt af stærri beitarvandamálum kúabænda er mitt
sumarið, þegar flest túngrös eru farin að spretta úr sér og endurvöxtur er hvergi nægjanlegur
til að halda uppi góðri beit. Eins og fyrr er lýst verður nýtingin á rýgresinu afar slök við þannig
notkun (15. mynd). Til þess að þannig ræktun verði arðsöm þurfa kýrnar að skila miklum af-
urðum (Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríkharðsson, 1991) og því nauðsynlegt að flokka
kýrnar á mismunandi beit eftir afurðastigi. Endurvöxtin verður síðan að nýta í geldneyti.
Á Möðruvöllum er verið að skoða ýmsa aðra valkosti í miðsumarbeit. Einn álitlegasti
kosturinn er að randbeita mjólkurkúm á vallarfoxgras langt fram í júlímánuð, eða þangað til
endurvöxtur í túnum er orðinn nægjanlegur og ódýrt grænfóður eins og vetrarrepja og næpur
eru tilbúnar til beitar. Vallarfoxgrasið er mjög orkuríkt og lystugt, auk þess er ekkert annað
gras eins uppskerumikið á þessum tíma. Vissulega má búast við skertum endingartíma við
þannig meðferð (Hólmgeri Bjömsson og Jónatan Hermannsson, 1987), en engu að síður þarf
það ekki að endast í mörg ár til þess að slá út, kostnaðarlega a.m.k., grænfóðurræktun til mið-
sumarbeitar. Vetrarrúgur sem sáð er að vori vex mjög hratt og er orðinn beitarhæfur á 50-60
dögum. Kúnum þykir hann ekkert síðri en rýgresið og hefur þann kost að spretta ekki úr sér og
getur við góðar aðstæður gefið uppskeru árið eftir. Margt er þar enn órannsakað áður en hægt
er að mæla með þeirri ræktun.
Rýgresi til sláttar og rúlluverkunar er dýr valkostur miðað við vallarfoxgras með sæmi-
lega endingu, en góður kostur miðað við annað grænfóður eins og bygg og hafra (Gunnar
Ríkhai'ðsson, 1991). Þá geta alltaf komið upp þær aðstæður að grænfóðurræktun sé nauðsyn-
leg í heyöflun vegna kals eða endurræktunar og þá er rýgresið góður valkostur. Þó að
vetrarrýgresi í blöndu með byggi virðist gefa talsverðan uppskeruauka miðað við hreinrækt
verður að hafa í huga að ræktunarkostnaðurinn er þar einnig meiri. í rannsókninni sem hér er
kynnt varð uppskeruaukinn þó meiri en viðbótarkostnaðurinn.
Rúlluverkað rýgresi þykir á Möðruvöllum vera afbragðs gróffóður í upphafi innistöðu
og fram eftir vetri. Hins vegar hefur mælst mikið meltanleika- og próteintap í rýgresi og
geymsluþol þess er takmarkað (Þóroddur Sveinsson, 1994; Þóroddur Sveinsson og Bjarni E.
Guðleifsson, 1997).