Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 173
165
RÁÐUNAUT AFUNDUR 1997
Tilraunir með vaxandi áburð á kartöflur 1995
Hólmgeir Björnsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Sumarið 1995 voru gerðar einfaldar tilraunir eða athuganir með áburð á kartöflur í görðum níu
bænda á Suðurlandi og tveggja í Eyjafirði. Uppskera var ekki mæld á öðrum staðnum í Eyja-
firði vegna frostskemmda. Klaki fór seint úr jörð þetta vor og því var seint sett niður (1. tafla).
1. tafla. Áburðarskammtar, jarðvegseinkenni og uppskera í kartöflutilraunum hjá bændum 1995.
N, kg/ha Sett niður Tekið upp pH Rúmþ. g/sm3 í jarðvegi % N C Við 137 N Sterkja % tonn/ha
Moldarjarðvegur Þórustöðum Forsæti 77; 113; 146 70; 121; 152; 183 16.6. 26.5. 22.9. 26.9. 5,52 0,82 0,44 5,7 14,6 13,3 14,5
Unnarholti 87; 119; 166; 236 6.6. 15.9. 5,51 0,82 0,42 5,1 13,6 17,5
Egilsstöðum 71; 112; 159; 200; 242 7.6. 26.9. 5,48 0,85 0,45 5,9 14,8 10,1
Ægissíðu 82; 124; 167; 212 5.6. 16.9. 5,97 0,88 0,34 4,5 13,8 13,2
Sandjarðvegur Birtingaholti 63; 131; 150; 164; 183 26.5. 15.9. 5,60 1,10 0,19 2,2 14,7 20,0
Borgartúni 81; 109; 131; 173; 266 6.6. 25.9. 5,45 1,23 0,10 1,3 16,2 22,5
Vatnskoti 52; 127; 150; 195 7.6. 30.9. 5,62 1,14 0,12 1,8 16,4 17,3
Borg 73; 109;130 6.6. 22.9. 5,74 1,16 0,11 1,4 15,4 11,7
Háarima 72; 114; 142; 179 3.6. 12.9. 4,98 1,23 0,20 2,3 14,1 10,8
Sett var niður með vél bóndans á hverjum stað og að öllu leyti farið eins að og bóndinn
gerði nema að því er varðar áburðarmagn. Áburðurinn var felldur niður með niðursetningar-
vélinni og réðust skammtamir að nokkru af þeim möguleikum sem eru á að stilla vélamar.
Áburður var Græðir 1 (14-18-18; 14%N, 7,9%P, 14,9%K) í einum, Græðir la (12-19-19;
12%N, 8,3%P, 15,8%K) í fjómm og Græðir lb (12-14,6-17; 12%N, 6,4%P, 14,0%K, l%Mg,
2%Ca, 0,1%B) í fimm görðum. Á hverjum stað vom 3-5 áburðarskammtar (1. tafla), 1 reitur
af hverjum. Meðaláburður var sem svarar 137 kg N/ha og áburðarskammtamir voru frá 52 til
266 kg N/ha. Sáð var í eina ferð fram og til baka með sama áburðarskammti, alls 4 rásir.
Lengd þeirra var frá 114 til 378 m. Bil milli raða var frá 67 til 80 sm, 74 sm að meðaltali.
Reiknað var með bili milli kartaflna frá 26 til 31 sm. Farið var eftir mælingu í 7 görðum, en
meðaltalið, 28 sm, notað í hinum. Vaxtarrými á kartöflu var samkvæmt þessu að meðaltali