Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 174
166
0,21 m2, frá 0,15 til 0,25 m2. Hending var látin ráða röð tilraunaliða á sama stað. Á tilrauna-
tímanum voru tekin upp 10 grös í hveijum reit til athugunar á sprettu 1. ágúst (aðeins á 5
stöðum), 14.-16. ágúst, um mánaðamótin ág./sept., og við eða skömmu fyrir upptöku. Enn
fremur var hæð grasa mæld í tvö fyrstu skiptin, og meðal annarra athugana má nefna að sums
staðar var getið um vindskaða á grösum í júlí, og á einum stað um frostskemmdir snemma í
ágúst. Þessi grös voru tekin eitt og eitt, dreift nokkuð af hendingu eftir tveimur miðröðunum í
hverjum reit. Að vísu gat valdið erfiðleikum að tvö grös nánast féliu saman því að sumar vélar
jafna ekki vel á milli kartaflna þegar sett er niður. Sýnin voru flokkuð og notuð til að mæla
stærðardreifingu, sterkju, uppskeru og þurrefni, en ítarlegastar voru þessar mælingar á síðustu
sýnunum. Tekið var upp með upptökuvél og uppskera var nær alltaf mæld á miðröðunum
tveimur í hveijum reit. Sýni voru tekin til geymsluathugana sem ekki er fjallað um hér. Ráðu-
nautar önnuðust alla framkvæmd tilraunanna og sýnatöku með aðstoð bænda.
Það sýndi sig fljótt við uppgjör að hentugt var að flokka sunnlensku garðana eftir hlut-
falli kolefnis í fimm sandgarða með 1,3-2,3% C og fjóra moldargarða með 4,5-5,9% C (1.
tafla). Garðurinn á Þórustöðum í Eyjafirði er moldargarður. Utsæði var Gullauga nema í
tveimur sandgörðum, á Borg voru Rauðar íslenskar og á Háarima Premiére. Því má segja að
fengist hafi 5 endurtekningar á áburðarmeðferð í hvorri jarðvegsgerð, en 4 í moldargarði og 3 í
sandgarði ef við takmörkum okkur við garða á Suðurlandi þar sem útsæðið var Gullauga.
Niðurstöður eru kynntar og ræddar í eftirfarandi köflum. Niðurstöður úr aðhvarfs-
greiningu koma að nokkru leyti fram í töflum, stuðlar línulegs aðhvarfs ýmissa eiginleika, að-
allega að áburðarmagni, ásamt staðalskekkju aðhvarfsstuðulsins og staðalfráviki frá aðhvarfs-
línu eru í 3. töflu. Fyrir uppskeru var einnig reiknað 2. gráðu aðhvarf og kemur það fram í 2.
og 4. töflu.
UPPSKERUAUKI FYRIR ÁBURÐ
Meðaluppskera á öllum tilraunareitum, tekið upp með vél, var 15,3 tonn/ha. Uppskeruauki
fyrir áburð var meiri í sandgörðum en moldargörðum, en ekki var marktækur munur á
áburðarsvörun innan þessara jarðvegsflokka, enda fáir reitir á hverjum stað, og ekki er hægt að
meta uppskeruaukann með viðhlítandi nákvæmni á hveijum stað um sig. I 1. töflu er
uppskeran metin á hverjum stað við 137 kg N/ha með því að gera ráð fyrir línulegum vaxtar-
auka fyrir áburð á öllu því sviði sem kom fyrir í tilraununum, en mismunandi vaxtarauka eftir
jarðvegsgerð. í 2. töflu er sýndur vaxtarauki á kg N, annars vegar samkvæmt jöfiiu beinnar
línu, hins vegar samkvæmt 2. gráðu líkingu. Reiknað var með mismunandi boga eftir jarð-
vegstegund. Frávik frá beinni línu var eldci marktækt (P=0,14). Einnig er sýndur vaxtarauki