Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 175
167
þegar uppgjörið takmarkast við tilraunir með Gullauga á Suðurlandi. Þá er reyndar 2. gráðu
stuðullinn marktækur (P=0,034). Astæðan er m.a. sú að á Þórustöðum mældist enginn vaxtar-
auki fyrir áburð þótt tiltölulega lítið væri borið á. Staðalfrávikið er 1,17 tonn/ha í líkani með
einum 2. gráðu stuðli, en 1,19 ef reiknað er með beinni línu.
2. tafla. Uppskeruauki fyrir áburð, kg kartöflur á kg N, ásarat staðalskekkju línulegs
vaxtarauka. í A-hluta töflunnar eru niðurstöður þegar tekið er upp raeð vél, en í B-
hluta þegar 10 grös eru tekin upp með höndum.
Boglína, raeðaltal vaxtarauka
á 100 kg N/ha bili
Línulegt 37 til 137 137 til 237
A. Uppskerumæling með vél
Allir garðar
Sandjarðvegur 57±5,5 66 50
Moldarjarðvegur 25±5,4 39 17
Gullauga á Suðurlandi
Sandjarðvegur 61±6,0 77 51
Moldarjarðvegur 27±5,5 47 15
10 grös tekin upp
Uppskera alls
Allir garðar 58±9 64 54
Sandjarðvegur 64±13
Moldarjarðvegur 53±13
Stærri flokkamir tveir
Allir garðar 48±9 55 44
Sandjarðvegur 52±13
Moldarjarðvegur 45±12
STÆRÐARFLOKKUN KARTAFLNA VIÐ UPPTÖKU
Uppskera af 10 grösum var ílokkuð í 4 stærðarflokka um 45, 35 og 28 mm (minnsta þvermál,
ekki sigtað), vigtuð og kartöflur taldar. Að meðaltali voru í flokkunum 12,3%, 51,4%, 26,0%
og 10,4% af þunga, raðað eftir minnkandi stærð, og fjöldi kartaflna á m2 var að meðaltali 3, 4,
24 og 26 í flokkunum fjórum, 77 kartöflur alls. í einstökum görðum var fjöldi kartaflna að
meðaltali ffá 49 til 104 á m2, en ekki virðist munur eftir jarðvegsgerð. í heildina hefur kart-
öflum fjölgað um 5,6±3,1 á m2 við aukningu áburðar um 100 kg/ha, smælkiskartöflum fækkað
um 4,5±2,3 og fjölgað í tveimur stærstu flokkunum samanlagt um 7,2±1,4 kartöflur á m2.
Ekki fundust marktæk frávik frá beinni linu, enda áburðaráhrifin fremur lítil og óviss, en frá-
vikin eru þó í átt til minnkandi áhrifa með vaxandi áburði sem er e.t.v. það sem helst mátti
vænta.
Smælki var að meðaltali 10,4% af þunga og fór hlutfallið minnkandi með vaxandi
áburði, um 2,7±0,8 á 100 kg N/ha. Ekki eru marktæk áhrif af áburði á hlutfall kartaflna í 2. og
3. stærðarflokki. Hlutfall stærstu kartaflna fór vaxandi með áburði. Ef áburður er aukinn sem