Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 178
170
skammtinn en ætla mætti. Þetta er að vísu alltof lítil vísbending til að álykta um að áhrif
áburðar á sterkju kunni að vera háð því hve mikið er borið á. Þó var prófað að feila niður
minnsta skammtinn alls staðar. Þá fékkst stuðullinn 1,07±0,23 (s=0,47) og aðhvarfið fellur
jafnt að gögnunum. Ekki er þó rétt að kenna nitrinu að fullu um þessi áhrif. Kalí hefur sams
konar áhrif (Hójmark, 1979) og í þessurn tilraunum verður ekki greint þar á milli. Sterkja var
nokkuð misjöfn eftir görðum. Meginhluta þess munar má skýra með tegund jarðvegs og því að
sterkja er því meiri sem seinna er tekið upp. Þegar þessir þættir eru metnir samtímis fæst -
lækkunin 1,35±0,18 á 100 kg N/ha, aukningin 0,117±0,015 á dag ef upptöku seinkar (sýni-
tökudagur er í 7. töflu) og í sandgörðunum hefur verið 1,21±0,19 meiri sterkja en í moldar-
görðum. Hins vegar fannst ekki samband við hvenær sett var niður, enda er um þröngt dagabil
að ræða á Suðurlandi.
Sterkjan var mest í stærsta flokki kartaflna. Að meðaltali í 23 sýnum var hún 15,24% í
stórum en 14,64 í öðrum. Munurinn var þó langmestur í Forsæti, um 2%. Að sýnum þaðan
slepptum var munurinn 0,38±0,16 að meðaltali í 20 sýnum. Ef við tengjum þessa niðurstöðu
við áhrif áburðar á flokkun er niðurstaðan sú að í moldargarði hækki sterkjuhlutfallið um allt
að 0,05 prósenteiningar vegna betri flokkunar ef áburður er aukinn uih 100 kg N/ha. Þessi
áhrif eru óveruleg borið saman við þau áhrif sem áburður hefur að öðru leyti til lækkunar
sterkju.
ÞURREFNI
Þurrefni var mælt í miðstærðarflokkunum tveimur. Teknar voru fjórar kartöflur hverju sinni,
þær sneiddar og þurrkaðar við 100°C í a.m.k. 36 klst. Fylgst var með að þær væru hættar að
léttast. Þessi ákvörðun er nokkru ónákvæmari en sterkjumælingin, enda sýnin minni, og var
staðalfrávikið á mismun mælinga á sama uppskerusýni tvöfalt (dreifnin fjórföld) borið saman
við mælingu á sterkju. Þurrefnismælingar á sama sýni voru vegnar saman með sama hætti og
sterkjumælingarnar. Þurrefni var reyndar meira í smærri flokknum sem nemur 0,54±0,24 og
má skýra það með því að yfirborð kartaflna er hlutfallslega meira á smáum kartöflum og þær
því með meira hýði. Þurrefni var að meðaltali 25,3% og minnkaði um 1,32±0,29 einingar við
aukningu áburðar um 100 kg N/ha. Til samanburðar má geta þess að í Danmörku hefur fengist
stuðullinn 1,5 í tilraunum með Bintje (Hpjmark, 1979). Þetta er einnig mjög nálægt því að
vera sami stuðull og fékkst fyrir sterkju, enda sýndi sig að mismunur þurrefnis og sterkju, sem
að meðaltali var 10,4, var óháður áburðarmagni. Það er að segja, uppskera þurrefnis annars en
sterkju eykst með áburði í sama mæli og heildaruppskeran, en sterkjan eykst minna. Þessi mis-
munur er mestur í Rauðum íslenskum á Borg, 11,9%, en annars er lítill munur á stöðum í