Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 179
171
þessum eiginleika og telst ekki tölfræðilega marktækur (P=0,064). Að meðaltali var sterkja
59% af þurrefni.
HEILDARMAGN STERKJU
Heildarmagn sterkju má reikna með því að nota það samband uppskeru og sterkju við áburð,
sem áður er fundið. Hér var farin sú leið að nota niðurstöður af hveijum reit til að reikna
sterkju á hektara. Sterkja hefur að meðaltali verið 2,6 tonn/ha í sandgörðum og 1,9 tonn/ha í
moldargörðum. Aðhvarf að áburði er sýnt í 4. töflu með svipuðum hætti og aðhvarf uppskeru í
2. töflu. Sýnd er niðurstaða fyrir hvom jarðvegsflokk um sig þótt mismunurinn sé ekki mark-
tækur, nema þegar uppskera var mæld með vél. Enn fremur er sýnd niðurstaða 2. gráðu að-
hvarfs þótt ekki sé heldur um marktæk frávik ffá beinni línu að ræða.
4. tafla. Uppskeruauki fyrir áburð, kg sterkja á kg N, ásamt staðalskekkju Iínuiegs
vaxtarauka.
Boglína, meðaltal vaxtarauka
Línulegt á 100 kg N/ha bili
37 til 137 137 til 237
Uppskerumæling með vél
Sandjarðvegur 6,6±0,80 8,2 5,4
Moldarjarðvegur 1,7±0,80 3,6 0,6
10 grös, stærri flokkamir tveir
Allir garðar 5,1±1,3 6,2 4,4
Sandjarðvegur 5,8±1,8
Moldarjarðvegur 4,4±1,8
10 grös, ailt sýnið
Allir garðar 5,4±1,4 6,5 4,7
Sandjarðvegur 6,7±2,0
Moldarjarðvegur 4,1 ±2,0
MINNKANDI VAXTARAUKI
í þessum tilraunum var leitast við að hafa áburðarskammta á víðu bili til að fá góða mælingu á
línulegum áhrifum áburðar, og reynt var að ná stómm skömmtum til að geta mælt minnkandi
vaxtarauka með áburði. Tókst þetta víðast hvar. Úr niðurstöðum í 2. og 4. töflu má meta við
hvaða áburðarskammt hámarksuppskeru er náð. Til dæmis er sýnt hvemig hámark er reiknað
fyrir Gullauga í sandgarði á Suðurlandi, upptaka með vél, samkvæmt 2. töflu:
Nhámark = 137 + 100(77+51 )/((77-51 )/2) = 383 kgN/ha.
Þetta er langt umfrarn það sem borið var á í tilraununum og því er í rauninni ekki hægt
að líta á þetta sem mat á hvenær hámarksuppskeru sé náð. Aðrir útreikningar gefa svipað há-
mark eða hærra, nema úr moldargörðum á Suðurlandi, tekið upp með vél. Þar fæst hámarkið