Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 180
172
við 202 kg N/ha fyrir kartöfluuppskeru, en 208 fyrir sterkjuuppskeru. Mat á hámarki er mjög
óvisst, m.a. vegna þess hve 2. gráðu líking er flöt um hámarkið.
Einnig getur verið áhugavert að meta t.d. við hve mikinn áburð 90% eða 95% af há-
marki uppskeru er náð. Það verður við því lægri áburðarskammt sem meðaluppskeran er
meiri. Niðurstöður eru í 5. töflu. í sandgörðum var aðhvarf kartöfluuppskeru takmarkað við
Gullauga til að hámark yrði nær því bili sem kom fyrir í tilraununum. Það sem helst er vert að
vekja athygli á í þessari töflu er að 90-95% uppskeru næst við lægri áburð þegar um er að
ræða sterkju en kartöflur alls, en að öðru leyti hafa þessar útkomur lítið gildi.
5. tafla. Áburöarskammtur, N kg/ha, sem get'ur 90% og 95% af há-
marksuppskeru, annars vegar kartaflna og hins vegar sterkju í kart-
öflum í görðum á Suðurlandi, upptaka með vél. Reiknað er með með
sömu aðhvarfsstuðlunum við mismikla uppskeru. í sandgörðum var
rniðað við uppskeru kartaflna í görðum með Gullauga.
Uppskera við 137 N, tonn/ha Moldargarðar 90% 95% Sandgarðar 90% 95%
Sterkja
1,5 106 136 250 288
2,0 90 125 237 279
2,5 77 116 225 270
3,0 65 107 214 262
Kartöflur
10 150 174 269 304
15 133 162 253 292
20 118 152 240 283
25 106 143 227 274
ÖNNUR ÁBURÐAREFNI EN NITUR
Uppskeruauki fyrir áburð hefur hér á undan verið túlkaður sem uppskeruauki fyrir nitur. Hins
vegar breytast öll áburðarefnin í sömu hlutföllum og því getur hvaða áburðarefni sem er átt
þátt í uppskeruaukanum. Ef áburðarblöndurnar eru settar saman með tilliti til þess að gefa
nægilegt af öðrum næringarefnum við algenga áburðarnotkun ætti aukning áburðar að gefa
uppskeruauka vegna nitursins eins. Hins vegar ætti lækkun áburðarskammtsins að draga úr
uppskeru, nema um leið sé skipt um áburðarblöndu og notaður áburður með hlutfallslega
minna nitri. Því hefði e.t.v. mátt vænta þess að uppskeruaukinn yrði áberandi meiri við lítinn
en mikinn áburð. Þessa varð tæpast vart í þessum tilraunum við upptöku með höndum. Það er
með öðrum orðum ekkert sem bendir til að áberandi skortur hafi almennt orðið á öðrum
næringarefnum þótt N-áburður hafi verið lækkaður í 52-87 kg N/ha sem er e.t.v. um
helmingur þess sem oft er notað. Fosfóráburðurinn hefur í rauninni verið minnkaður aðeins
meira því að þetta ár var í fyrsta sinn notaður Græðir lb sem er nokkru fosfórsnauðari en þær