Ráðunautafundur - 15.02.1997, Blaðsíða 181
173
blöndur sem áður hafa verið notaðar. Þessar niðurstöður hljóta að vekja til umhugsunar um
hvort bruðlað sé með steinefni í áburðarblöndum. Niðurstöður danskra tilrauna renna stoðum
undir þá ályktun að með minnstu áburðarskömmtunum hafí fengist nóg af P og K (Hojmark,
1979).
FERILL VAXTAR OG ÞROSKA
Hæð kartöflugrasa var mæld tvisvar á Suðurlandi og einu sinni í Eyjafírði (um miðjan ágúst).
Grösin hafa vaxið úr 25,8 í 32,6 sm frá 1. ágúst til 14.-16. ág. Ahrif áburðar á hæð gras hafa
lítið aukist á tímanum, úr 4,8 í 5,6 sm á 100 kg N/ha. Hæð grasa var að sjálfsögðu mismun-
andi eftir stöðum og þessi áburðaráhrif voru það einnig.
Fjöldi kartaflna á fermetra hefur verið 49, 55, 66 og 77 talið á um hálfs mánaðar ffesti
frá 1. ág. til upptöku. Áhrif áburðar á fjölda eru ekki skýr fyrr en í síðustu sýnatökunni, þ.e.
nálægt upptöku.
Þijú fyrstu sýnin voru aðeins flokkuð um 28 mm þvermál. Stærri kartaflnanna var lítið
farið að verða vart 1. ág., en um miðjan ágúst voru þær orðnar um 44% af þunga. Þó voru þær
enn mjög fáar á þeim fjórum stöðum þar sem spretta var skemmst á veg komin. I ágústlok var
stærri flokkurinn alls staðar orðinn meira en helmingur af þunga, og í heild var hann um 79%.
6. tafla. Uppskera kartaflna mæld með því að taka upp 10 grös.
1. ág. 14.-16. ág. ág./sept. v. upptöku
Björk * 6,3 * *
Þórustöðum * 1,7 9,3 18,1
Forsæti 0,5 2,1 13,3 25,0
Unnarholti 3,1 8,9 20,3 25,3
Egilsstöðum 0,3 1,3 7,7 18,1
Ægissíðu * 4,7 12,7 24,3
Birtingaholti 5,1 13,3 25,0 30,4
Borgartúni * 10,4 23,8 36,4
Vatnskoti * 4,1 13,7 21,0
Borg * 1,0 5,9 16,2
Háarima 4,6 8,9 15,8 20,0
Uppskera af 10 grösum hefur verið 2,7, 6,1, 15,4 og 24,1 tonn/ha að jafnaði í þau fjögur
skipti sem sýnin voru tekin (6. tafla). Vöxtur á dag hefur verið um 500-800 kg/ha á dag í
seinni hluta ágúst nema á þeim bæjum sem vöxtur hófst seint. Miðað við 23% þurrefni er þetta
töluvert á annað hundrað kílóa þurrefnis, en rétt er að hafa í huga að flatarmælingin er nokkuð
óviss. í september hefur vöxturinn tæplega náð hálfu tonni á dag. Hins vegar hækkaði hlutfall
sterkju eins og fram kemur hér á eftir. Ætla má að sterkja hafí safnast viðlíka ört í kartöflumar
á báðum tímabilunum. Áhrif áburðar á uppskeru vom ekki skýr fyrr en við mánaðamótin ág,-
5