Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 182
174
sept. Þá var uppskeruaukinn 46 kg af kartöflum á kg N frá 37 til 137 kg N/ha, en uppskeran
minnkaði að jafnaði um 12 kg á kg N ef áburður er aukinn úr 137 í 237 kg N/ha. Ef aðeins er
reiknað með uppskeru kartaflna yfir 28 sm eru þessar útkomur 48 og 14, þ.e. áburðarsvörunin
er öll í smærri flokknum. Stærri áburðarskammtarnir hafa ekki farið að skila uppskeruauka
fyrr en í september.
Sterkja var mæld í flokkuðum sýnum þegar þau voru nógu stór (7. tafla). Hún var að
jafnaði 12,4% um miðjan ágúst, 12,8% um mánaðmótin og 14,9% við upptöku. Um miðjan
ágúst var mælt í tveimur stærðarflokkum úr 22 sýnum og var sterkjan 0,58±0,20 minni í smáu
kartöflum. Mælingamar á þeim koma ekki inn í meðaltalið sem gefið var. Hinn 16. ág. var
sterkja orðin meiri á Björk í Eyjafjarðarsveit (sett niður 10. júní) en á Suðurlandi, en þar var
ekki tekið upp vegna frostskemmda. Jarðvegs- og staðamunur var ekki nema að litlu leyti
kominn fram á Suðurlandi um mánaðamótin. Sá munur sem þó var kominn fram hefur ekki
skilað sér til fulls við upptöku því að sterkja hefur vaxið heldur hægar en að jafnaði fram að
upptöku í Birtingaholti og Borgartúni, en hraðar á Borg (þessi frávik eru þó ekki marktæk).
Áhrif áburðar til lækkunar sterkju voru komin í 0,55±0,34 einingar á 100 kg N/ha um miðjan
ágúst og 0,92±0,15 um mánaðamótin.
7. tafla. Sterkja, % í kartöflum, á þrem sýnitökutímum, og dagsetning
sýnitöku við upptöku.
14.-16. ág. ág./sept. v. upptöku Dags.
Björk 14,7 * * *
Þórustöðum * * * 22.9.
Forsæti 12,5 12,5 14,6 26.9.
Unnarholti 13,0 12,0 13,6 15.9.
Egilsstöðum * 12,4 14,8 25.9.
Ægissíðu 13,3 12,5 13,8 12.9.
Birtingaholti 12,0 13,7 14,7 15.9.
Borgartúni 12,4 14,1 16,2 25.9.
Vatnskoti 12,3 13,2 16,4 27.9.
Borg * 12,2 15,4 22.9.
Háarima 12,1 12,5 14,2 12.9.
ELDRI ÁBURÐARTILRAUNIR
Bjarni Helgason (1979) dró saman niðurstöður eldri áburðartilrauna. Þær voru flestar gerðar á
tilraunastöðvunum og var jarðvegur víða annar en algengastur er í kartöfluræktinni. Tilraun-
irnar 1995 voru að ýmsu leyti ólíkar eldri tilraunum. Þær voru gerðar hjá mörgum bændum og
með sömu tækni og þeir nota, en ekki er um fullkomna eða sjálfstæða tilraun að ræða á
hverjum stað um sig, áburðurinn var felldur niður og samanburður fékkst á upptöku með
höndum og vél, athuganir voru gerðar á vaxtarferli.