Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 183
175
Samstæðastar eru tilraunir sem gerðar voru á tilraunastöðvunum fjórum á árunum 1953-
1961, tvær til átta tilraunir á hverri stöð, alls 23 tilraunir. Áburðarskammtar voru fimm, 60,
120, 180, 240 og 300 kg N/ha. Meðaluppskeran fyrir þessa áburðarskammta var 13,7,. 16,0,
18,0, 19,0 og 19,2 tonn/ha. Tölurnar að baki meðaltalinu eru ýmist uppskera af söluhæfum
kartöflum eða uppskera alls. Uppskeruaukinn hefur samkvæmt þessu verið miklu minni en
fékkst í tilraununum 1995. Stundum hefur nánast enginn uppskeruauki verið fyrir áburð, og
uppskeruauki sambærilegur við það sem fékkst 1995 hefur verið fremur sjaldgæfur. Áburðar-
áhrifin virðast hafa verið óháð því hve vel spratt að öðru leyti. Vaxtarauki hefur verið orðinn
minnkandi við 180 kg N/ha, og fyrir áburð umfram 240 kg N/ha fékkst sjaldan umtalsverður
uppskeruauki. Nærtækt er e.t.v. að skýra ólíkar niðurstöður í gömlu tilraununum með því að
tæknin við ræktunina og jarðvegurinn hafi skipt máli, en einnig er eðlilegt að líta á þetta sem
eindregna vísbendingu um að áburðarsvörunin sé mjög háð árferði og hafi e.t.v. verið með
mesta móti 1995. Vert er að minna á að í eina garðinum á Norðurlandi fékkst ekki uppskeru-
auki fyrir áburð þótt það kæmi ekki fram sem marktækt frávik, enda um litla athugun að ræða.
NOKKUR ATRIÐITIL ÁLYKTUNAR OG UMRÆÐU
Tilraunir með áburð á kai'töílur í kartöfluökrum bænda hafa að mestu geflð samstæðar niður-
stöður. Ekki voru nema 3-5 reitir á hveijum stað og því er ekki réttlætanlegt að draga ályktanir
fyrir hvern stað um sig. Svo vel vildi þó til að ekki var mikið um marktæk frávik frá meðalút-
komu á einstökum stöðum, nema hvað í sumum eiginleikum var skýr munur á moldar- og
sandgörðum. Þetta má þó ekki túlka þannig að áburðaráhrifin séu alveg þau sömu alls staðar,
t.d. hafa kartöflurnar eflaust verið mislangt komnar í þroska við upptöku. Hins vegar hafa frá-
vikin á einstökum stöðum verið svo lítil að þau verða vart eða ekki greind frá þeim frávikum
sem má telja tilviljunarkennd vegna ónákvæmni í mælingum og breytileika milli reita, svo og
kerfisbundnum frávikum sem kunna að stafa af því að líkanið, sem notað var í uppgjörinu,
hafi ekki verið alveg rétt.
Uppskeruauki fyrir áburð hefur verið því sem næst línuiegur á því bili sem prófað var
þegar uppskera er mæld með því að taka upp með höndum. Óverulegur munur var eftir jarð-
vegsgerð. Stærri skammtarnir voru ekki farnir að skila uppskeruauka um mánaðamótin
ág./sept. Uppskeruaukinn er einkum í stórum kartöflum (>45 mm). Áhrifin á stærðarflokkun
voru meiri í moldar- en sandgörðum.
Þegar tekið var upp með vél fékkst mun minni uppskeruauki í moldar- en sandgörðum,
og einnig kom fram minnkandi vaxtarauki eftir því sem meira er borið á. Þetta dregur at-
hyglina að uppskerutækninni. Hvaða stærðarflokkar tapast? Er ekki ástæða til að laga tæknina