Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 184
176
betur að íslenskum aðstæðum, kenna vélunum að þekkja í sundur kartöflur, steina og moldar-
köggla?
Þurrefni fer línulega minnkandi með auknum áburði. Er það eingöngu vegna minnkandi
sterkju, en annað þurrefni, t.d. frymi, frumuveggir og hýði, er óháð áburðarmagni. Augljósustu
áhrifín af áburði á gæði kartaflna eru því minnkandi sterkjuinnihald, en hann getur líka haft
áhrif á önnur efni sem ráða gæðum en voru ekki mæld. Það er skammvinnur gróði að selja lé-’
legar kartöflur fullu verði ef neytendur hætta að kaupa kartöflur þess vegna. Á ekki að flokka
kartöflur til sölu eftir gæðum?
Skortur á steinefnum hefði helst átt að draga úr uppskeru þar sem minnst var borið á því
að öll áburðarefni breyttust í sama hlutfalli. Hans hefði því átt að verða vart sem minnkandi
vaxtarauka. Það varð þó ekki. Það vekur spurningar um hvort bruðlað sé með steinefni á kar-
töflur. A.m.k. ætti að velja mismunandi blöndur eftir því hve mikið er borið á, auk þess sem
taka verður tillit til þess ef búfjáráburður er notaður.
Loks er vert að minna á að um niðurstöður frá einu sumri er að ræða. Þær hafa m.a.
mótast af að seint var sett niður. Eldri niðurstöður benda til þess að áburðaráhrif séu mjög
breytileg. Þær eru þó ekki að öllu leyti sambærilegar, t.d. var áburði oftast dreift ofan á og það
hefur áhrif á nýtingu hans. í dönskum tilraunum varð betri nýting á litlum skömmtum af
áburði ef hann er felldur nærri útsæðinu og því varð vaxtarauki af áburði minni en við yfir-
breiðslu (Hpjmark, 1979).
ÞAKKARORÐ
Tilraunir þessar voru skipulagðar sem liður í samstarfi við samtök kartöflubænda. Styrkur
fékkst frá Grænmetissjóði til að standa straum af breytilegum kostnaði. Ráðunautamir Magnús
Ágústsson og Kristján B. Jónsson sáu um alla framkvæmd á Suðurlandi með aðstoð bænd-
anna, en Ólafur Vagnsson í Eyjafirði. Magnús annaðist meðferð kartöflusýna, en Friðrik
Pálmason efnagreiningu á jarðvegi. Auk þeirra, sem hér voru taldir, voru Magnús Óskarsson
og Sigurgeir Ólafsson í starfshópi sem skipulagði þær tilraunir og athuganir sem gerðar voru.
HEIMILDIR
Bjarni Helgason, 1979. Áburðartilraunir. í: Sigurgeir Ólafsson (ritstjóri). Kartaflan. Tilraunir og ræktun. Fjölrit
RALA nr. 39: 55-62.
Hojmark, J.V., 1979. Sammendrag af danske forsóg med godskning af kartofler i perioden 1914-78. Statens
planteavlsforsdg. Beretning nr. S 1460. (Tidsskrift for planteavls specialserie.)