Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 188
180
af Spannit nokkurn veginn eins og til var ætlast. Talsverðar maðkskemmdir komu fram í við-
miðunarreitum. Ekki fékkst fullnægjandi verkun af neinu efnanna þegar dreift var hefðbundið
við sáningu, heldur ekki af Birlane þótt magnið þar hafi verið í efri kantinum. Ekki fæst betri
verkun af Birlane við að tvöfalda magnið enda sennilega ríflegt magn fyrir. Hins vegar fæst
betri verkun við tvöföldun bæði af Curaterr og Spannit. Varp hefur sennilega orðið með fyrra
móti árið 1996 og því ekki hægt að álykta út frá þessari tilraun um áhrif þess að seinka
dreifingu á virkni gegn kálmaðki.
2. tafla. Tilraun með varnarefni í Mýrdal 1996.
Tilraunaliðir Magn efnis g/m Skemmdar einkunn Púpufjöldi að hausti (púpur/rófu)
Ómeðhöndlað 0 11,07 1,3
Bírlane 1 1,4 4,57 1,0
Birlane 2 2,8 5,52 0,6
Birlane 3 0,8 4,22 0,6
Curaterr 1 1,7 7,24 0,8
Curaterr.2 3,4 3,14 0,5
Curaterr 3 2,3 2,90 0,7
Spannit 1 1,3 6,41 0,9
Spannit 2 2,6 3,17 0,3
Spannit 3 1,0 5,51 0,7
1: Einfaldur skammtur við sáningu.
2: Tvöfaldur skammtur við sáningu.
3: Einfaldur skammtur 3. júlt'.
Þegar leyfð er notkun á varnarefni hér á landi er samþykktur ákveðinn leiðarvísir með
efninu. Þar kemur m.a. fram hversu mikið megi nota af efninu og hver uppskerufresturinn er.
Þau fyrirmæli sem koma fram á merkimiða skal virða. Með tilraunum þessum er verið að
skoða hvort ástæða sé til að óska eftir endurskoðun á þeim leiðbeiningum sem fylgja þessum
efnum.
Við mælingu á leifum efnanna í rófum haustið 1996 greindust ekki leifar af carbofuran
og chlorfenvinphos í neinum reitanna. Þar hefur tvöföldun á magni eða seinkuð dreifing til 3.
júlí ekki orðið til þess að leifar greindust. Hins vegar greindust leifar af chlorpyrifos, en þær
reyndust langt undir því markgildi sem leyft er. í augnablikinu er markgildið fyrir chlorpyrifos
0,5 ppm (mg/kg). Þar sem Spannit var dreift 3. júlí greindust leifar úr þremur reitum af fjórum
(frá greiningarmörkum upp í 0,04 ppm). Þar sem settur var tvöfaldur skammtur við sáningu