Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 191
183
ræður mestu um það hversu hratt sjúkdómurinn þróast. Þurrt loft dregur vatn úr rófunum
og við það verða þær mun viðkvæmari fyrir árás grásvepps en annars væri. Þroski
rófunnar hefur líklega einnig mikið að segja. Rófur sem teknar eru upp í fullum vexti eru
viðkvæmari en rófur sem hafa stöðvað vöxt og eru búnar undir vetrardvala. Fyrstu hörðu
næturfrostin virðast gefa rófunum merki um að stöðva vöxt og búa sig undir veturimn.
Mjög algengt er að skemmdir byrji ofan á rófunni þar sem blaðstilkamir koma upp úr
henni, stundum í leifum blaðstilkanna.
Sé þörf á að taka rófur, sem á að geyma lengi, upp á meðan þær eru enn í fullri sprettu,
er líklega alltaf til bóta að gefa þeim nokkurn tíma til þess að þroskast og búa sig undir
vetrardvalann áður en hitastig er lækkað í 0 gráður. Margir bændur telja að gott sé að
rófumar byrji aðeins að ála áður en kæling hefst, því þá virðast sveppir síður ná að éta sig
ofan í topp rófunnar.
Eins og fyrr var sagt er þurrt loft umhverfis rófúmar ein helsta orsök skemmda af
völdum grásvepps. Ýmsir þættir hafa áhrif á rakastigið, eins og t.d. það hversu fullar
geymslurnar eru og hvernig loftræstingu er háttað. Til eru geymslur sem tryggja nær 100%
loftraka, en í þeim er útbúnaður þar sem lofti er blásið í gegn um úða af 0 gráðu heitu vatni
með bráðnandi ís. Þessar geymslur eru nefndar ísbankageymslur og eru nokkrar til hér á
landi. Búnaðurinn er fremur dýr og ekki er kunnugt um að rófur séu hér geymdar í þessum
geymslum. Háum loftraka umhverfis rófur er auðveldast að ná með því að geyma þær í
götuðum plastpokum eða í stórsekkjum. Einnig reynist vel að geyma þær í rimlakössum
sem vafðir eru með rúlluplasti, en alltaf verður að gæta að því að einhver loftun sé mögu-
leg. Ofan á kössum og stórsekkjum er líklega æskilegra að hafa margfaldan trefjadúk
heldur en plast, vegna daggarmyndunar innan á plastdúknum, en vatn getur þá lekið á efstu
rófurnar og aukið hættu á rotnun.
Skiptar skoðanir eru á því, hvort æskilegt sé að þvo rófur fyrir geymslu. Það er líklegt
að allt óþarfa hnjask á rófunum áður en þeim er komið fyrir í geymslunni auki hættu á
skemmdum líkt og á sér stað með kartöflur. Athugun sem gerð var hjá nokkrum bændum á
því hvort skemmdir byrjuðu fremur út frá yfirborðssköðum en annars staðar sýndu þó
ekkert beint samband á milli særingar og skemmda af völdum grásvepps. Þetta þyrfti þó að
kanna nánar. Séu rófur þvegnar þarf að þurrka þær þannig að þær séu ekki blautar þegar
þær fara inn í geymsluna. Reynslan virðist sýna að bæði þvegnar og óþvegnar rófur geta
geymst ágætlega ef öll skilyrði eru hagstæð. Séu rófur teknar upp úr mjög blautum garði,
þannig að við þær loði mikil og rennblaut mold kann að vera æskilegt að þvo þær fyrir
geymslu, þar eð drullublaut mold getur sest að rófunum í sekkjum eða kössum og hindrað
loftskipti.
Hnúðbikarsveppur, svarthnúðasveppur (Sclerotinia sclerotiorum) er sveppur sem getur
lagst á fjölmargar grænmetistegundir í garði og geymslu. Hann er algengur á salati undir
dúk og gulrótum í geymslu. Þessi sveppur þarfnast þó hærra hitastigs til vaxtar en grá-
sveppur og veldur því vart tjóni ef tekst að halda hitastigi undir þremur gráðum. Einkenni
eru mikil hvít mygla og síðar svört dvalahnýði, sem eru hvít að innan og yfirleitt stærri en
dvalahnýði grásvepps.
Fusarium-tegundir hafa fundist í rotskemmdum í geymslu en geta ekki talist algengar.
Rotnun af völdum þessara sveppa gengur mun hægar en þegar orsökin er grásveppur og
rotið er þurrara.
Þörungasveppir, vatnsmygla (Pythium og Phytopthora) eru algengir geymsluskaðvaldar í
rófum í grannlöndunum. Skemmdir af þeirra völdum koma oft snemma í ljós og lýsir sér
sem votrotnun. Hér hefur ekki tekist að sýna fram á rotnun af völdum þessara sveppa.
Þurrrot (Phoma lingam) hefur ekki fundist hér en er algengt á Bretlandseyjum og víðar.