Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 198
190
felast aðallega í að bæta eigin fóðuröflun. Myndin sýnir einnig að uppskeran sveiflast töluvert
milli ára, en hér ræður veðurfarið mestu.
I þessu erindi er ætlunin að leitast við að skilgreina þá þætti sem hafa áhrif á hvort bygg-
rækt sé hagkvæm. Sett verður upp dæmi um áætlaðan kostnað við byggrækt.
HVAÐ RÆÐUR HAGKVÆMNIBYGGRÆKTAR
Það sem einkennir kornrækt umfram gras- eða grænfóðurrækt er langur vaxtatími. Til þess að
byggrækt sé möguleg þurfa ákveðin ytri skilyrði að vera uppfyllt. Það verður að vera hægt að
vinna land og sá í það ekki síðar en um miðjan maí. Meðalhiti næstu fjóra mánuði verður að
vera 9-10°C og ekki má vera mikil hætta á frosti í ágúst. Þá verður framræslan að vera í lagi,
því bygg þolir ekki mikla bleytu. Sýrustig jarvegsins má ekki vera undir pH 5,7 mælt í vatni
og helst ekki fara yfir pH 7. Að lokum er æskilegt að akrarnir sem sá á bygg í séu í skjóli fyrir
hafátt. Sé þessum skilyrðum uppfyllt má segja að hægt sé að rækta bygg í nánast hvaða jarð-
vegsgerð sem er. Þó hentar hreinn sandur og áraurar illa byggrækt, því hætta er á þurrk-
skemmdum vegna vatnsþurðar (Jónatan Hermannsson og Ólafur Eggertsson, 1989).
Það sem ræður hagkvæmni byggræktar, sé ytri skilyrðum fullnægt, er uppskerumagnið
og gæði uppskerunnar. Síðast en ekki síst er það heimsmarkaðsverðið á byggi sem er afger-
andi um hagkvæmnina.
Kostnaður við byggrœktun
Beinn útlagður kostnaður við byggræktun er háður því í hvernig jarðvegsgerð er verið að
rækta það á. Munurinn á jarðvegsgerðum er fyrst og fremst sá að áburðarnotkun er mismun-
andi, en hún ræðst af frjósemi jarðvegsins. Sendin jarðvegur þarf að öllu jöfnu mest köfnunar-
efni, eða um 100 kg N á ha. Moldarblendinn sandur þarf 75 kg N á ha, mólendi 50 kg N á ha
og endurunnið mýrartún þarf um 25 kg N á ha. Aðrir kostnaðarliðir, auk sáðkorns, er fyrst og
fremst vélavinna, þ.e. við plægingu, herfingu, sáningu og síðan þreskingu. í 1. töflu má sjá
áætlaðan ræktunarkostnað við byggrækt.
Ekki er gerð tilraun til að áætla kostnað við notkun á eigin dráttarvél og kostnað við
eigin vinnu. Einn af óvissuþáttunum er hvort og þá hve mikið ríkisframlag kemur til að fást.
Eins og flestum er kunnugt hefur ekki verið greitt neitt framlag undanfiirin ár og er ekki gert
ráð fyrir ríkisframlagi. í útreikningunum er miðað við að byggið sé súrsað og valsað.
Kostnaðurinn er reiknaður annai's vegar á krónur/kg uppskerumagns þar sem ekki er gert ráð
fyrir tekjum vegna hálmsölu og hins vegar á krónur/kg að teknu tilliti til sölu á hálmi.