Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 204
geymdur úti undir norðurvegg hlöðunnar. Snjóaveturinn mikla, 1994-1995, þegar allar girð-
ingar voru á kafi, gerðist það svo í janúar að hross komust í útirúllurnar og eyðilögðu þær,
þannig að langtímageymsla á útirúllum varð ekki reynd.
Sýni voru tekin af heyinu við pökkun sumarið 1994, eina til tvær vikur eftir pökkun, í
janúar 1995, um vorið og haustið og aftur í janúar 1996 og um vorið (1. tafla). Þá var búið að
geyma rúllurnar í tvo vetur og eitt sumar. Sýnatöku var þannig háttað að bor var stungið inn í
horn rúllunnar og borað skáhallt inn að miðju hennar í hvert skipti. Eftir sýnatöku var strax
límt fyrir gatið. Sýnin voru geymd í plastpoka í frysti fram að efnagreiningum sem hófust
sumarið 1995.
1. tafla. Heygerðir í tilrauninni og sýnatökudagar. Hey frá sumrinu 1994 á Möðruvöllum.
Spilda Heygerð Pökkunard. 0 1 Sýnatökudagar (dagar frá pökkun) 2 3 4 5 6
Flæðiengi Snarrót 12. júlí 13 197 324 440 553 666
Leyningur Vallarsveifgras 11. ágúst 8 173 300 416 529 642
Neðstamýri Rýgresi 5. ágúst 8 169 296 412 525 638
Akramýri Bygg 9. ágúst 6 167 294 410 523 636
Mœlingar
Rúllurnar voru vigtaðar í upphafi tilraunar og innirúllurnar í lok tilraunarinnar. í lok tíma-
bilsins voru rúllurnar gefnar geldneytum og sá bústjóri og hans fólk um að meta þær. Mæl-
ingar á meltanleika og próteini voru framkvæmdar með votmælingum (in vitro) og NIR á
fóðurdeild RALA. Aðrar mælingar voru framkvæmdar af starfsmönnum RALA á Möðru-
völlum og Ræktunarfélagi Norðurlands. Þær voru þurrefni, pH, NH3, etanól og lífrænar sýrur.
Nánari lýsingar á mælingaraðferðum er að finna í riti Ráðunautafundar 1996 (Þóroddur
Sveinsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1996).
Tölfrœði
Uppgjörið hafði það að markmiði að greina þær breytingar og þá efnaferla sem verða í rúllum
á tveimur árum. Þar sem mestar breytingarnar verða í rúllunum fyrsta mánuðinn eftir pökkun
voru gögnin flokkuð í fyrra árið annars vegar (sýnatökudagar 0-3) og seinna árið hins vegar
(sýnatökudagar 3-6) fyrir tölfræðilegt uppgjör. í öllum tilvikum var notað líkan með þáttunum
heygerð (4) og dagar frá hirðingu (0-3 eða 3-6), auk samspils heygerða x daga. Til ákvörð-
unar á marktækni þátta var reiknað fervikahlutfall (þátta- og samspilskvaðrat/afgangskvaðrati)
og P-gildi. Þegar sennileikahlutfallið (P) er <0,05 er talað um að munur á milli meðaltala sé
marktækur eða raunhæfur. í aðhvarfsgreiningunni var einnig ákvarðað R2-gildið sem er það