Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 205
197
hlutfall (%) ferviksins (variance) af heildarfervikinu sem líkanið útskýrir, þ.e. nokkurs konar
aðhvarfsstuðull (R.W. Payne o.fl., 1993). Fyrra árið voru gögnin felld að eftirfarandi líkani:
(1) yi = a + ptp*1' + Xxi +e
en seinna árið og í öðru uppgjöri var notast við línulega líkanið:
(2) yi = a + þxf +A. x( + e
Þar sem y = reiknað gildi, i = heygerð, * = dagar frá hirðingu, a, p og tp = reiknistuðlar,
A,=samspilsáhrif og e = skekkja.
Ólíkt fyrri rannsóknum á gerjunarferlum (Þóroddur Sveinsson og Bjami E. Guðleifsson,
1996), þar sem samspilsáhrif reyndust lítil milli heygerða og daga frá pökkun, þá voru mikil
og sterk samspilsáhrif í gögnunum sem hér eru kynnt, sem stafar m.a. af því hversu ólíkar hey-
gerðirnar eru. Þess vegna er ekki hægt að draga saman niðurstöður nema að takmörkuðu leyti.
NEDURSTÖÐUR
Vigtanir á rúllum
í 2. töflu eru sýndar þungabreytingar í rúllunum á tilraunatímanum. Rúllurnar léttast raunhæft
að meðaltali, en þessi munur er ekki raunhæfur á þurrefnisgrunni. Þetta stafar af miklum inn-
byrðis breytileika innan heygerðanna, sérstaklega í rýgresinu. Safafrárennsli var ekki mikið
nema í einni rýgresisrúllunni sem léttist langmest, eða um 25%. Ekki reyndist raunhæfur
munur á þurrefnishlutfalli frá pökkun til loka tilraunarinnar (P=0,168). í rannsóknum á rúllum,
sem kynntar voru á síðasta Ráðunautafundi, lækkaði þurrefnishlutfallið raunhæft á geymslu-
tímanum í heyrúllum en hækkaði í grænfóðurrúllunum vegna safataps (Þóroddur Sveinsson og
Bjarni E. Guðleifsson, 1996).
2. tafla. Þyngd á tilraunarúllum við upphaf og lok tilraunar.
Þurrefni Blautvigt, kg/rúlla Þurrvigt, kg/rúlia
Heygerð % Við pökkun Við gjöf Mism. Við pökkun Við gjöf Mism.
Snarrót 56
Vallarsveifgras 80
Rýgresi 26
Bygg 30
Meðaltal
P-gildi
521 507 -14
374 367 -7
879 740 -139
638 626 -10
603 560 -43
0,049*
290 282 -8
299 293 -6
225 189 -36
192 188 -4
251 229 -23
0,084em'
Fóðrunarvirði
Bústjóri og starfsmenn hans mátu lauslega rúllurnar þegar þær voru gefnar geldneytum. Mygla
var á yfirborði í öllum rúllunum en mest þó í grænfóðurrúllunum. Rýgresið ást illa og varð að