Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 206
198
fleygja talsverðu af því. Af bygginu var fúl lykt en geldneytin átu það samt aiveg upp. Heyið
ást allt upp. Ekki er hægt að draga of miklar ályktanir af þessu mati þar sem samanburð við
annað hey vantar.
Fóðurgildi
í 3. töflu eru sýndar breytingar á meltanleika og próteini á geymslutímanum. Ekki reyndist
raunhæfur munur á próteinmagni við upphaf og lok tilraunar. í rannsóknum sem voru kynntar
á Ráðunautafundi 1994 (Þóroddur Sveinsson, 1994) minnkaði raunhæft prótein í grænfóður-
rúllum (bygg og rýgresi) við verkun en ekki í heyrúllum. Hér er tilhneiging í sömu átt, þó ekki
sé hún marktæk. Þó að talsverður munu sé á meltanleika í grænfóðurrúllunum við pökkun og
gjöf reyndist hann ekki raunhæfur. Þetta stafar af miklum breytileika á milli endurtekninga
innan heygerða, aðallega í rýgresinu, þar sem meltanleikafallið mældist 11% í einni rúllunni.
Breytingar á meltanleika við geymslu virðast stundum vera háðar gæðum heysins við hirð-
ingu. A.m.k. tvær óháðar rannsóknir hafa sýnt að meltanleikafallið við geymslu er mest í auð-
meltustu heyjunum (Þóroddur Sveinsson, 1994; Bjarni Guðmundsson, 1995). Sömu tilhneig-
ingar gætir einnig hér, þó að munurinn sé ekki raunhæfur (3. tafla). Aðrar rannsóknir sýna
litlar sem engar breytingar á meltanleika (Þóroddur Sveinsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1996;
Bjarni Guðmundsson, 1995).
3. tafla. Meltanleiki og prótein í tilraunarúllum við upphaf og lok tilraunar.
Meltanleiki, % Prótein, g/kg þe.
Heygerð Við pökkun Við gjöf Mism. Við pökkun Við gjöf Mism.
Snarrót 65 65 0 142 143 +1
Vallarsveifgras 67 67 0 192 192 0
Rýgresi 72 64 -8 200 182 -18
Bygg 74 71 -3 186 182 -4
Meðaltal 69 67 -2 180 175 -5
P-gildi 0,107'1,1 >0,05'm
Gerjun
Við gerjun er hér átt við þá efnaferla sem fara af stað í rúlluheyi eftir pökkun. Stig og gæði
gerjunar er ákvarðað með því að rnæla afurðir hennar. Leitað er eftir vísbendingum um
hvernig til hafi tekist með því að mæla nokkrar lykilsýrur í gerjunarferlinu, auk etanóls,
ammoníaks og sýrustigs. Líkt og í fyrri rannsóknum er það þurrkstig hráefnisins sem ræður
mestu um gerjunarvirknina (1. mynd). Rýgresið er með langmestu gerjunarvirknina, enda með
lægsta þurrstigið (26%), en gerjunarvirknin er nánast engin í vallarsveifgrasinu en það er ná-
J