Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 208
200
3. mynd. Breytingar á sýrustigi í heygerðunum á geymslutímanum.
I þessari rannsókn er ediksýran sú sýra sem
yfirleitt er mest af í þurrlegu heygerðunum, en
hún er einnig í talsverðu magni í grænfóðrinu.
Ammóníaksmagnið reyndist hafa mjög sterka
fylgni við ýmsar mælibreytur, eins og t.d.
þurrefni (r=-0,77), etanól (r=0,62), mjólkur-
sýru (r=0,60) og shikimiksýru (r=-0,74), sem
er ein af plöntusýrunum. Öil þessi efni fýlgja
einnig mjög þurrkstigi heysins.
Ut frá gæðaviðmiðunum við votheys-
verkun er verkunin best í rýgresinu, það nær ákjósanlegu sýrustigi og mjólkursýrugerjun
verður alsráðandi (5. mynd). Ammóníaksmyndunin er einnig talsverð, en þó vel undir gæða-
mörkum á fyrri hluta geymslutímans.
í rýgresinu fer ýmislegt að gerast á seinni hluta geymslutímans. Sýrustigið og ammón-
íaksmagnið hækkar en mjólkursýran minnkar. Þetta bendir eindregið til þess að geymsluþolið
og fóðrunarvirðið fari ört minnkandi.
Verkunin í bygginu verður að teljast óviðunandi. Sýrustigið nær ekki að lækka nægjan-
lega mikið (2. mynd), sennilega vegna lítillar mjólkursýrumyndunar (4. mynd). Hins vegar
verður mikil etanól-, própíónsýru- og ediksýrumyndun (ekki sýnd hér) á fyrri hluta geymslu-
tímans og ammóníaksmyndun er talsverð. Á seinni hluta geymslutímans eykst magn ammón-
íaks, etanóls, mjólkursýru, og að vissu marki magn própíónsýru, á sama tíma og sýrustigið fer
lækkandi, en ediksýran hverfur nánast alveg (ekki sýnt hér). Mjólkursýran þar virðist koma í
stað ediksýru (1. mynd). Hér eru greinilega aðrir ferlar að verki en í rýgresinu.
Gerjunarvirknin í snarrótinni er ekki mikil svo sem búast má við í forþurrkuðu heyi
(56%). Lítið fer fyrir mjóikursýrunni enda þumkstig hráefnisins nálægt efri mörkum mjólkur-
Mjólkursýra sem fail af þurrkstigi í rúllum
Þurrefni, %/100
4. mynd. Áhrif þurrstigs í rúllum á magn mjólkursýru.