Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 210
202
í vallarsveifgrasinu er lítil sem engin virkni gerjunar mælanleg (sjá 1. mynd), enda
þurrkstig (80%) of hátt fyrir flestar örverur. Myglumyndun fannst á yfirborði þar sem saggi
hafði myndast. Það er þó ekki nægjanlegt til þess að gerjunarafurðir séu mælanlegar, nema
própíónsýra og ammóníak og etanól á tímabili.
UMRÆÐUR
Það er kannski dæmigert að í þessari tilraun eyðilögðust útirúliurnar íyrsta veturinn vegna
þess að hross komust í þær. „Geymsluþol" útirúllanna var því ekki mikið. Því miður sjást á
víðavangi í mörgum sveitum landsins allt of mikið af skemmdum og illa frágengnum rúllu-
böggum. Þar horfa vegfarendur ekki einungis á fjárhagslegt tap (bruðl?) eigendanna, heldur
einnig mikla sjónmengun sem fellur illa að ímynd hreinnar náttúru og ómengaðra landbún-
aðarafurða.
Niðurstöður þessarar tilraunar benda til þess að geymsluþol rúlluheys sé á margan hátt
takmarkað. Fyrsta veturinn er gerjun að mestu í samræmi við þurrefni heysins, en strax á öðru
ári virðist hver rúlla byrja að lifa sjálfstæðu lífí. Það sýnir stigvaxandi breytileiki milli rúlla
sömu heygerðar. Ammóníak, etanól og própíónsýra aukast á öðru ári, sem bendir til niður-
brots, og í rýgresi fer að bera á hækkun sýrustigs. Vissulega hafa heygerðimar og upphaflega
verkunin í rúllunum enn talsverð áhrif á öðru ári, en aðrir þættir fara örugglega sífellt að vega
þyngra. Þeir eru fyrst og fremst gæði bindingar og pökkunnar, gæði plastfilmunnar og frá-
gangur á rúllunum í stæðu. Hér voru þessir þættir í þokkalega góðu lagi, en tilraunarúllurnar
verða alltaf nokkuð berskjaldaðar til þess að hægt sé að komast að þeim við sýnatöku. Þrátt
fyrir góða verkun í upphafi er það engin trygging fyrir miklu geymsluþoli, eins og dæmið með
rýgresið sannar. Hálfmisheppnuð verkun (gerjun) byggsins vekur nokkra athygli. Reynsla
okkar á Möðruvöllum af rúlluverkuðu byggi er yfirleitt góð (Þóroddur Sveinsson, 1994) með
fáum undantekningum. Haustið 1996 verkaðist það mjög illa og hafði flest þau einkenni sem
hér er lýst, fúla lykt og hátt sýrustig miðað við þurrkstig. Þetta bygg hraktist í rigningatíð í þrjá
daga áður en náðist að pakka því. Sama má segja um byggið í þessari tilraun en það lá í sláttu-
skárunum í þrjá daga til þess að mesta bleytan rynni úr því, án þess þó að það rigndi í það áður
en því var pakkað. Sú heygerð sem var með mesta geymsluþolið í þessari tilraun var vallar-
sveifgrasið sem jafnframt var langþurrast. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort eitthvert vit
sé í að pakka nánast fullþurru heyi í plast.
Niðurstöður á gerjunarferlum í rúlluheyi ber nokkuð vel saman við fyrri rannsóknir
okkar (Þóroddur Sveinsson og Bjarni E.Guðleifsson, 1996). Hér kemur í ljós mikilvægi þess