Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 215
207
2. tafla. Flokkun kúa í byggtilraun, nafn þeirra og númer, fæðingarár, vikur frá burði, nyt og þungi
tveimur vikum áður en tilraun hefst.
Hópur Nafn Nr. Fædd Vikur f. burði Nyt, kg/dag Þungi, kg
1 Flóra 237 Apr. 1990 8 26,4 541
1 Væn 288 Sep. 1992 12 18,8 459
1 Rjóð 296 Sep. 1992 10 24,6 466
2 Brá 287 Jan. 1992 22 20,6 452
2 Rák 289 Sep. 1992 18 20,4 483
2 Sól 290 Sep. 1992 24 19,1 450
3 Kolgríma 262 Jan. 1993 17 18,8 426
3 Smá 263 Feb. 1993 20 18,1 398
3 Fjóla 269 Jún. 1993 15 19,8 444
4 Alda 261 Jan. 1993 19 14,1 494
4 Geira 266 Apr. 1993 23 14,1 437
4 Dreyra 268 Maí 1993 20 17,8 468
Tilraunin var sett upp sem latneskur femingur með þrjár gerðir af byggi dreift á þrjú
tímabil, þar sem hvert tímabil náði yfir þrjár vikur. Á þann hátt prófaði hver kýr hverja gerð
byggs í þrjár vikur samfleytt og allar kýmar prófuðu allar bygggerðimar. Reynt var að koma í
veg fyrir að áhrifin af lækkun á nyt eftir því sem líður á mjólkurskeiðið blönduðust inn í
áhrifin af bygggerðinni, þannig að kýr innan sama hóps fengu mismunandi gerð byggs í mis-
munandi röð (3,4).
Mœlingar og sýnataka
Sýni voru tekin úr hveijum stórsekk fyrir hveija bygggerð. Það em því 2 sýni af íslensku,
þurru komi sem liggja á bak við meðaltal efnainnihalds þess, 4 sýni af íslensku, votverkuðu og
2 sýni af erlendu, þurru. Samsýni heyja var tekið fyrir hverja uppgjörsviku á hverju tímabili,
þannig að sex samsýni liggja bak við meðaltal efnainnihalds heys sem notað var í tilraun.
Kýmar vom einstaklingsfóðraðar og allt fóður og leifar vigtað daglega. Dagskammt-
urinn var vigtaður allur í einu en skipt upp í tvær gjafir (þijár ef dagskammtur byggs var stór).
Hvert tímabil taldi þijár vikur. Var litið á fyrstu viku tímabilsins sem aðlögun að nýrri
gerð byggs hveiju sinni, þannig að sú er ekki tekin með í uppgjör. í uppgjörsvikunum var nyt-
in mæld tvo daga í hverri viku, kvölds og morgna. Mjólkursýnum dagsins var blandað saman í
eitt sýni sem sent var til efnagreiningar og innihélt 55% morgunmjólk og 45% kvöldmjólk.
Kýmar voru vigtaðar og bijóstummálsmældar vikulega á nokkuð svipuðum tíma dags.
Jafnframt fór ffam holdastigun í síðustu viku hvers tímabils þar sem notast var við skalann 1-
5, með 1 fýrir bestu holdfyllinguna.
Útreikningar
Notaðar vora efnagreiningatölur í hey- og byggsýnum samkvæmt eftirfarandi jöfnum;