Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 216
208
Fyrir hey:
FEm/kg þe. = ((meltanl. lífr.efnis x 36) x 0,6 x (1 + (0,004 x (q - 57))) x 0,9752 ) / 1650
g AAT/ kg þe. = (óniðurbr.fóð.pr., g x 0,65 x 0,82) + ((meltanl. lífr.efnis - (0,93 x hrápr.)) x 1,79 x 0,7 x 0,85)
g PBV/ kg þe. = ((hrápr. x leysanleiki hrápr.) / 10) - ((( meltanl. lífr.efnis - (0,93 x hrápr.)) x 1,79)
Fyrir bygg:
FEm/kg þe. = ((melt. hrápr. x 3,6 + melt. tréni x 3,3 + melt. fita x 9,0 + melt. NFE x 3,5 )
x 0,6 x (1 + (0,004 x (q - 57))) x 0,9752 ) / 1650
g AAT/ kg þe. = ((hrápr. x (100 - leysanl. hrápr.)) /10 x 0,85 x 0,82) +
((melt. tréni + melt. NFE) x 1,79 x 0,7 x 0,85)
g PBV/ kg þe. = ((hrápr. x leysanleiki hrápr.) /10) - ((melt. tréni + melt. NFE) x 1,79)
Tölugildið 60 var notað fyrir leysanleika (niðurbrotsstuðul) hrápróteins í heysýnum,
tölugildið 67 áætlað fyrir erlent bygg og 50 áætlað fyrir það íslenska (1).
Stuðst var við töflur um þarfir gripa til viðhalds og mjólkurframleiðslu hvað varðar
orku- og AAT þarfir. Við mat á próteinjafnvægi í vömb er viðmiðunin fyrir kýr á fýrri hluta
mjaltaskeiðs 0 og á síðari hlutanum 0 til -100 g PBV á dag (1).
Tölfrœði
Uppgjör fyrir fervikagreiningu nær yfir tvær síðustu vikur hvers tímabils. Hver gripur færir
því mælingar á áti í 14 daga, 4 dagsmælingar á nyt, 4 mælingar á efnainnihaldi og 2 vigtanir á
hverju tímabili inn í talnasafnið. Líkanið sem notað var við fervikagreininguna innihélt
þættina hópur (4), kýr innar hóps (3), tímabil (3), gerð byggs (3) og samspilsáhrif hóps við
tímabil. Jafnframt var skoðaður munur á milli hópa á viðbrögðum við bygggerð með því að
kanna samspilsáhrif hóps við hinar mismunandi gerðir byggsins. Keyrsla á gögnum fór fram í
forritinu Genstat (ANOVA keyrsla).
Uppgefin skekkja í töflum er staðalskekkja mismunarins fyrir hverja gerð byggs. Bak
við hvern meðaltalsútreikning liggja 12 mælingar. Þegar talað er um mun á milli meðaltals
bygggerða er átt við tölfræðilega marktækan mun með P-gildi <0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Át og viðbrögð kúnna virtust meira vera háð einstaklingnum en sjálfri byggerðinni. Þannig gat
komið fyrir að kýr fúlsaði við byggskammtinum á 2. eða 3. viku tímabilsins í einhveija daga
en virtist svo vera í lagi bæði fyrir og eftir þann tíma.
Munur á lykt, hita og þurrefni hjá votverkaða bygginu var nokkur milli stórsekkja. Þegar
líða fór á tilraunina og hitastigið úti hækkaði virtist hitna meira í bygginu og það varð
klesstara. Yfir veturinn varð jafnframt töluverður músagangur í hlöðunni, þannig að eitthvað
var um það að göt væru nöguð á sekkina. Við það komst loft að bygginu, það varð fúlt og í