Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 218
210
Það er dýrara að þurrka kornið í samanburði við votverkun. í þessari tilraun kemur ekki
fram munur á famleiðslu milli þessara verkunaraðferða. Hins vegar getur verið vandasamt að
halda votverkaða korninu lystugu fyrir gripina. Svíar mæla með því að valsa byggið áður en
það er votverkað. Þá myndast meiri sýra í fóðrinu og geymsla verður þar af leiðandi öruggari.
Einnig verður byggið þéttara í geymslu eftir vöslun (2). I þessu tilviki var byggið valsað allt í
einu fyrir tilraun. Við það komst loft að því, auk þess sem mýsnar hjálpuðu til við greiðari að-
gang lofts meðan tilraunin stóð yfir.
Að lokum má minna á að kýrnar í tilrauninni voru komnar langt út í mjaltaskeiðið.
Hugsanlega yrði svörunin meiri við bygggerðunum fyrr á mjaltaskeiðinu.
SAMANTEKT
• Enginn munur reyndist vera milli bygggerða hvað varðar nyt og efnainnihald mjólkur.
• Erlenda, þurrkaða byggið virtist draga meira úr heyáti en hinar gerðimar.
• Votverkun á byggi er ódýrari en þurrkun, en vanda verður til votverkunarinnar og með-
höndlunar byggsins.
ÞAKKARORÐ
Hilda Pálmadóttir, Höskuldur Gunnarsson og Diðrik Jóhannsson aðstoðuðu við framkvæmd
tilraunarinnar. Bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
HEIMILDASKRÁ
1) Bragi L. Ólafsson, 1995. Niðurbrot próteins í nokkrum fóðurtegundum, & Orku- og próteinþarfir mjólkurkúa.
Efni úthlutað á námskeiði í nautgriparækt - fóðrun II á Hvanneyri í september.
2) Gunnar Ríkharðsson, 1993. Verkun og fóðrun á byggi. Fréttabréf Búnaðarsambands Suðurlands. Febrúar, 19.
árg„ 141.
3) Gunnar Rikharðsson, 1995. Fóðrunartilraunir með mjólkurkýr. Nautgriparæktin 12, 110-123.
4) Magne Mo, 1992. Metodikk í föringsforsök. Ljósrit afhent í áfanga um fóðrun nautgripa (HFE6). Norges
Landbrukshpgskole, Ás.
5) Preben E. Andersen & A. Just, 1975. Tabeller over fodermidlers sammensætning m.m. Kvæg. Svin. Det kg.
danske Landhushoidningsselskab, Landhusholdningsselskabets Forlag, Kpbenhavn.