Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 236
228
Vinstri hryggvöðvi var tekinn frá til bragðprófana, seigjumælingar og efnagreiningar.
Var honum pakkað í lofttæmdar umbúðir og látinn meyrna í kæli, þar til 10 dagar höfðu liðið
frá slátrun. Hryggvöðvinn var þá settur í frysti, þar sem hann var geymdur þar til skynmat fór
fram um miðjan janúar 1997.
Verðmœti skrokka
Reiknað var verðmæti hvers skrokks út frá summu heildsöluverðs, vöðva, vinnslu- og hakk-
efnis. Við þessa útreikninga var miðað við markaðsverð og tekið tillit til áhrifa fitusprengingar
á verðmæti vöðvanna. Auk heildarverðmætis hvers falls var reiknað út verðmæti í krónum per
kg falls.
Bragðprófanir
Hryggvöðvarnir fóru í skynmat hjá fæðudeild RALA, Keldnaholti. Kjötið var iátið þiðna við
10-12°C í 19 tíma. Það var skorið í 2 cm sneiðar og steikt á 175°C heitri pönnu þar til það
hafði náð 65°C í kjarna. Þjálfaðir höfðu verið 7 smakkarar sem gáfu einkunnir fyrir kjötbragð,
meyrni, safa, aukabragð og heildaráhrif kjötsins eftir matreiðslu. Einkunnir voru gefnar á skal-
anum 0 til 90, þar sem 0 merkir engan safa, mikla seigju, ekkert kjötbragð, ekkert aukabragð
og mjög neikvæð heildaráhrif. Fyrir mjög mikinn safa, mjög mikla meyrni, mjög mikið kjöt-
bragð, mjög mikið aukabragð og mjög jákvæð heildaráhrif eru gefin 90 stig. Samhliða bragð-
prófunum var gefin einkunn fyrir fitusprengingu á hráum hryggvöðvum. Var notast við kvarða
frá Japan á bilinu 1 til 12, þar sem 1 táknar enga sjáanlega fitusprengingu en 12 mjög mikla
fitusprengingu.
Tölfrœðilegt uppgjör
Könnuð voru áhrif mismunandi kjamfóðurgjafar, fóðrunar og sláturþunga á þá þætti sem
mældir voru og reiknaðir í tilrauninni. Notuð var fervikagreining (ANOVA) í tölfræðiforritinu
Genstat. Leiðrétt var fyrir aldursdreifingu innan hvers sláturþungaflokks.
Borin var saman með aðhvarfi (regression) fituþykkt á hryggvöðva lifandi gripa og fitu-
þykkt sem mæld var eftir slátrun.
Einnig voru borin saman nýting og verðmæti uxanna, íslenskra nauta og Galloway-
blendinga. Til þess voru notaðar tölur úr nautatilrauninni á Möðruvöllum ‘91-’93. Bornir voru
saman þeir gripir, sem höfðu verið á sambærilegu fóðri. Var þar um að ræða 11 uxa sem voru
á innifóðrun auk 6 íslenskra nauta og 6 Gallowayblendinga sem einungis fengu hey.