Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 238
230
Ahrífá nýtingu, verðmœti og skrokkmál
Helstu niðurstöður á samanburði nýtingar, verðmætis og skrokkmála eru teknar saman í
2. töflu.
Ahrif sumarfóðrunar og kjarnfóðurgjafar. Fóðrun virðist ekki hafa víðtæk áhrif á þá þætti
sem mældir voru í úrbeiningu og slátrun. Munur virðist þó vera á nýtingu skrokka og þar með
verðmæti þeirra eftir fóðrun. Er ástæðan sú að þeir gripir, sem voru á sumarbeit í úthaga
söfnuðu marktækt minni fitu en gripirnir sem voru í fjósi og á ræktuðu landi. Úthagauxarnir
voru því með minni fituafskurð og þar með betri nýtingu. Verðmæti úthagauxanna í kr per kg
falls er marktækt hærra en í hinurn tveimur hópunum.
Áhrif sláturþunga. Eftir því sem uxar eru þyngri því feitari eru þeir. Kemur þetta fram í
þykkara fítulagi á hryggvöðva (GI) og hærra hlutfalli fítuafskurðar og nýrnamörs. Fitu-
söfnunin leiðir til þess að nýtingin er lakari. A það jafnt við um hlutfall snyrtra vöðva af fall-
þunga sem og heildamýtingu. Lakari nýting af stærri gripunum leiðir til þess að verðmæti
þeirra í kr per kg falls er minna, þrátt fyrir að einstaka vöðvar úr þeim gripum hafi selst á
hærra verði, sökum meiri fítusprengingar. Á móti kemur að kjötprósenta hækkar lítillega, auk
þess sem steikarvöðvar úr stóru gripunum eru fitusprengdari og seljast þá yfirleitt á hærra
verði en samsvarandi vöðvar úr smærri gripunum. Eins og fyrr segir virðist sú verðmæta-
aukning ekki ná að vega upp það tap sem felst í auknum fituafskurði. Þennan verðmæta-
samanburð ber þó að taka með nokkrum fyrirvara þar sem ekki eru allir þættir teknir inn í
matið, svo sem hugsanlegt hagræði sem úrbeining stórra skrokka hefur umfram úrbeiningu á
smáum gripum.
2. tafla. Áhrif mismunandi kjarnfóðursgjafar, sumarfóðrunar og sláturþunga á nýtingu, fitumál og verðmæti.
Nýrna- mör % G-I mm G-II cm G-III cm Snyrtir vöðvar % Nýting % Fita % Bein og sinar % Heildar- verð kr Verð kr/kg
Ræktað land 5,9 6,7 11,7 4,6 15,9 62,6 11,2 26 81258 460
Úthagi 5,7 6,4 12 4,7 16,3 64,6 9 26,3 84986 474
Innifóðrun 6,8 7,7 11,7 4,5 15,4 62,5 10,8 26,8 81137 456
P-gildi 0,41 0,08 0,34 0,73 0,07 0,09 0,05 0,17 0,08 0,03
Kjf. 6 mán. 6,1 6,8 11,9 4,6 16 62,8 10,3 26,7 82152 462
Kjf. 3 mán. 6,1 7,1 11,7 4,6 15,8 63,6 10,3 26 82769 465
P-gildi 0,94 0,44 0,4 0,94 0,51 0,32 0,90 0,12 0,60 0,39
350 kg 4,6 5,3 11,3 4,4 16,5 64,8 8,2 26,8 72063 470
400 kg 6,3 6,8 12 4,7 16 63,7 10,3 25,8 81955 464
450 kg 7,4 8,7 12,2 4,8 15,2 61,2 12,6 26,4 93362 456
P-gildi 0,001 <0,001 0,007 0,29 <0,00! 0,008 0,001 0,23 <0,001 0,06
Meðaltal 6,1 6,9 11,8 4,6 15,9 63,2 10,3 26,3 82460 463
Staðalskekkja 1,462 1,24 0,62 0,51 0,67 2,43 2,3 1,3 4407 14,2