Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 239
231
Niðurstöður skynmats
í 3. töflu eru sýndar niðurstöður skynmats, auk mats á fitusprengingu. Sláturþungi virðist hafa
áhrif á meyrni, kjötbragð, safa og heildaráhrif. Aukin þyngd við slátrun hefur jákvæð áhrif á
alla þá þætti, sem metnir voru. Einnig er marktæk aukning á fitusprengingu sem er hugsanleg
skýring á því að þyngri gripimir koma betur út úr smakkinu. Áhrif sumarbeitar em einnig
nokkur. Uxar af ræktuðu- landi komu best út, en það er einmitt sá hópur sem er með mestu
fitusprenginguna og hæsta hlutfall fituafskurðar. Ekki var munur á úthagauxum og inni-
fóðruðum.
Uxar, sem fengu kjamfóður í 3 mánuði komu að meðaltali betur út í bragðprófunum en
þeir sem fengu kjarnfóður í 6 mánuði. Óvíst er þó um túlkun á þessum niðurstöðum þar sem
víxlhrif spila töluvert inn í.
3. tafla. Áhrif mismunandi kjarnfóðursgjafar, sumarfóðrunar og sláturþunga á bragðgæði og fitusprengingu uxa-
kjöts (langa hryggvöðva).
Meyrni Safi Kjötbragð Aukabragð Heildaráhrif Fitusprenging
Ræktað land 56,04 50,39 52,71 18,43 50,43 2,42
Úthagi 49,12 49,53 48,49 20,23 44,58 1,75
Innifóðrun 50,85 45,48 49,44 19,17 45,30 1,83
P-gildi 0,004 0,059 0,132 0,828 0,029 0,077
Kjf. 6 mán. 49,84 47,33 48,93 20,87 43,79 1,78
Kjf. 3 mán. 54,17 49,61 51,50 17,67 49,75 2,22
P-gildi 0,014 0,204 0,153 0,189 0,002 0,084
350 kg 42,67 44,04 47,32 22,90 39,63 1,50
400 kg 54,97 48,78 50,57 17,70 48,05 1,83
450 kg 58,37 52,59 52,76 17,23 52,63 2,67
P-gildi <0,001 <0,001 0,046 0,107 <0,001 0,003
Meðaltal 52,00 48,47 50,22 19,28 46,77 2,00
Staðalskekkja 18,1 18,0 18,6 25,4 20,2 0,728
SAMANBURÐUR Á UXUM, NAUTUM OG GALLOWAYBLENDINGUM
í 4. töflu er sýndur samanburður á uxum, nautum og Gallowayblendingum, sem gerður var
með niðurstöðum úr þessari tilraun og nautatilrauninni á Möðmvöllum ‘91-’93. Eins og sést
koma uxamir mjög illa út úr þeim samanburði og þá sérstaklega séu þeir bomir saman við
Gallowayblendinga. Uxarnir eru með langmestan nýmamör, minnstu nýtinguna og lægsta
hlutfall snyrtra vöðva. Verðmæti uxanna per kg falls er einnig marktækt lægra en í hinum
tveimur hópunum. Kjötgæði uxanna eru þó líklega töluvert meiri en íslensku nautanna, þar
sem þau síðamefndu safna mjög lítilli fitu. Fituþykkt á hryggvöðva (GI) íslensku nautanna er
rétt um fjórðungur þess sem er á uxunum.