Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 240
232
í 5. töflu gefur að líta niðurstöður kjötmats eftir kerfi ESB. Uxamir koma einnig verst út
í samanburði á holdfyllingu, flokkast allir í 3 lökustu flokkana. íslensku nautin eru heldur
skárri, en Galloway-blendingamir flokkast langbest, eða allt upp í R-, sem hlýtur að teljast all-
gott á íslenskan mælikvarða. Islensku nautin koma verst út í fitumatinu, eru flest án nokkurrar
fituhulu. Uxamir og Gallowayblendingarnir eru hins vegar heldur feitari og þar af leiðandi
væntanlega betri út frá kjötgæðum.
4. tafla. Samanburður á uxum, íslenskum nautum og Gallowayblendingum með tilliti
til nýtingar, verðmætis og skrokkmála.
Uxar íslensk naut Galloway- blendingar Marktækt Staðalskekkja mismunar
Kjötprósenta 45,8 47,02 48,92 * 0,820
% nýmamör 6,25 3,78 2,58 *** 0,799
% vöðvar alls 15,94 18,2 19,5 *** 0,585
% hakk og vinnsluefni 47,41 50,25 49,67 1,384
% nýting 63,34 68,43 69,17 *** 1,554
% fituafskurður 9,95 6,02 5,12 *** 0,883
% bein og sinar 26,65 25,20 25,43 1,197
GI, mm 7,64 1,83 2,67 *** 0,603
GII, cm 11,8 11,88 12,58 0,476
Gin, cm 4,5 5,43 6,67 *** 0,322
Verðmæti, kr/kg 462,3 496,7 506,7 *** 11,73
5. tafla. Flokkun uxa, nauta af íslensku kyni og Gallowayblendinga eftir holdfyll- ingar- og fitumati ESB.
P P+ Holdfylling* O- O 0+ R- 1 Fita** 2 3
Uxar 2 5 4 2 7 2
Naut 2 3 1 5 1
Galloway 1 2 2 1 1 4 1
# Metið er eftir svokölluðu EUROP-kerfi. Holdfylling er mest í E+, þá í E, E-, U+,
U o.s.frv. Minnst er holdfyllingin r' P-
## Stig eru gefin fyrir fituhulu á skrokk. 1 stig táknar enga eða mjög litla fituhulu, en
5 stig eru gefin þegar skrokkurinn er algerlega hulinn fitu.
ÁLYKTANIR
Kjamfóðurgjöf til uxa fyrstu mánuði ævinnar virðist ekki skila sér í hærri nýtingu eða betri af-
urðum. Sömuleiðis virðist sumarfóðrun uxa á ræktuðu landi eða í fjósi einungis leiða til
aukinnar fitusöfnunar og meiri nýrnamörs, sem leiðir til minni nýtingar. Sá kostnaður sem
felst í kjamfóðurgjöf eða fýrmefndri sumarfóðmn er því varla forsvaranlegur. Aukinn slátur-
þungi leiðir til betri flokkunar og betri afurða.