Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 243
235
Áhugavert væri til dæmis að stilla saman niðurbrot próteins og auðgeijanlegra kolvetna annars
vegar og niðurbrots próteins og torleysanlegra kolvetna (t.d. frumuveggjar) hins vegar og á
sama tíma ná sem hagstæðustu samspili milli þessara tveggja kolvetnategunda.
Nánast öll fóðurkerfi sem eru notuð í dag gera ráð fyrir að þegar búið er að ákvarða
ákveðið gildi fyrir tiltekna fóðurtegund við staðlaðar aðstæður, t.d. prótein, þá megi leggja
þessar stærðir saman þegar fóðurtegundum er blandað saman. Ekki er mögulegt að taka sam-
spil með í reikninginn. Til þessa að svo megi vera verður að nota hermilíkön sem eru miklu
flóknari og byggja á mælingum á geijunarferlum við margbreytilegar aðstæður.
í þessu erindi mun verða íjailað um geijun á nokkrum grastegundum í vömb jórturdýra.
Þessar rannsóknir eru hluti af norrænu verkefni (NKJ 89), sem miðar að því að þróa alveg nýtt
fóðrunarkerfi fyrir jórturdýr, byggt á hermilíkani er tekur til allra einstakra þátta meltingar og
uppsogunar á næringarefna. Ekki er vitað til þess að gerjunarferlar af þessu tagi hafi verið'
ákvarðaðir fyrir íslenskar grastegundir, a.m.k. ekki fýrir tréni, og því þótti rétt að kynna þessar
niðurstöður nú, þó einungis sé um fyrstu niðurstöður að ræða.
EFNI OG AÐFERÐIR.
Grastegundimar sem koma við sögu eru: háliðagras (Oregon), vallarfoxgras (Adda), vallar-
sveifgras (Fylking) og snarrótarpuntur (Jóra - staðarstofn úr Flóanum). Sýni voru líka tekin af
túnvingli og língresi, en ekki verður íjallað um þær hér. Sýnin komu af reitum úr tilraun á til-
raunastöðinni á Korpu þar sem þessum tegundum var sáð sérstaklega til að mynda gagnagrunn
um efnainnihald túngrasa á mismunandi sláttutímum, einkum með tilliti til mælinga með NIR
tækni (Tryggvi Eiríksson og Guðni Þorvaldsson, 1997). Sýni voru klippt á u.þ.b. viku fresti
sumurin 1995 og '96. Hér eru birtar niðurstöður fýrir þrjá sláttutíma 1995, snemmslegið (14.
júní - 4. júli eftir tegundum), 16. júlí og 15. ágúst.
Sýnum, af hverri grastegund og sláttutíma, var komið fyrir í nælonpokum í vömb þriggja
kúa, sem fóðraðar voru á 1/3 af kjamfóðri og 2/3 af þurrheyi. Dvalartími í vömb var 0-240
klst. og tímapunktar voru 13. Sýni voru í tvítaki fyrir hvem tímapunkt og var köfnunarefni
(prótein) mælt í öðm og trénisþættir í hinu. Um aðferðir almennt er vísað til Madsen o.fl.
(1995). Köfnunarefni var mælt með Kjeldahl aðferð, en trénisþættir voru raðgreindir með að-
ferð Van Soest (Van Soest og Robertson, 1976). Þeir vom NDF (frumuveggur), ADF,
hemisellulósi, sellulósi og lignin (72% H2SO4).
Við útreikninga á hlutfalli mismunandi þátta í frumuvegg og hraða niðurbrots var notuð
eftirfarandi líking (Mertens, 1972):