Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 244
236
Y = D,e~k|4t + D2e“k2xt + U (D,+D2+U=100)
Y = Eftirstöðvar frumuveggjar á hverjum tíma.
D| = Hluti frumuveggjar sem gerjast hratt.
D2 = Hluti frumuveggjar sem gerjast hægt.
U = Ogerjanlegur frumuveggur.
kl = Gerjunarhraði á Di.
k2 = Gerjunarhraði D2.
t = Tími frá upphafi gerjunar.
í þessu tilfelli var ekki gerð tilraun til að ákvarða biðtíma (,,lag time“) þess að geijun
hæfist. Unnið var með eftirstöðvar samkvæmt þessari líkingu, en myndir af ferlum eru birtar
sem spegilmynd, það sem horfið er, til að hafa samræmi við þá venju að meltaleiki er það sem
melst hefur og horfið inn í skepnuna. Svipuðum reikniaðferðum var beitt fyrir prótein, nema að
U var ekki reiknað og stærðin 100-(D|+D2) var notuð sem mat á þeim hluta próteinsins sem er
strax uppleysanlegur.
NIÐURSTÖÐUR.
Yfirlit um sláttutíma, uppskeru og þroskastig kemur fram í 1. töflu. Frá búskaparsjónarmiði
var það metið svo að eðlilegur sláttutími fyrir háliðagrasið hefði verið upp úr miðjum júní en
fyrir hinar þrjár tegundimar í kringum 4. júlí.
1. tafla. Yfirlit yfir sláttutíma, uppskeru og þroskastig.
Grastegund Sláttudagur Uppskera kg þe./ha Þroskastig
Háliðagras 14. júní 2200 Byrjað að skrr'ða
19. júlí 5160 í blóma eða blómgun Iokið
15. ágúst 5820 Úr sér sprottið
Vallarfoxgras 4. júlí 3365 Ekki fullskriðið
16. júlí 4255 Fullskriðið
15. ágúst 6590 Að blómstra
Vallarsveifgras 4. júlí 3325 Byrjað að skrt'ða
16. júlr' 3895 I blóma
15. ágúst 5475 í blóma
Snarrótarpuntur 29. júní 2855 Ekkert skrið
16. júlí 4180 Fullskriðin
15. ágúst 5200 Blómgun lokið
Efnainnihald grasanna sést í 2. töflu. Prótein virðist yfirleitt vera lægst í vallarfoxgrasi.
Hvað varðar niðurbrot próteinsins, reiknað á sama hátt og í AAT-PBV kerftnu (Kristensen
o.fl., 1982), þá er það svipað hjá öllum grastegundunum á tveimur seinni sláttutímunum, nema
að hjá vallarsveifgrasi virðist niðurbrotið ívið hærra. Erfitt er að dæma um niðurbrot próteins-
ins á fyrsta sláttutímanum fyrir hverja tegund. Niðurstöðurnar sýna væg hitaáhrif vegna þurrk-
unar hjá öllum grastegundum nema háliðagrasi. Hitaáhrifin koma fram í breyttri byggingu