Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 245
237
próteina og tengingar geta myndast við frumuvegginn. Afleiðingamar eru að það hægir á
niðurbroti próteinsins í vömbinni og mælingar á frumuvegg og hemisellulósa í sýnum verða
hærri. Niðurbrot próteins hjá háliðagrasi 14. júní var 69%. Það er líklegt að við venjulegan
sláttutíma geti niðurbrot próteins í túngrösum verið í kringum 65%. Ef mjög snemma er slegið
gæti niðurbrotið verið um 70%. Við votheysverkun mun þessi tala hækka, en standa nokkurn
veginn í stað við þurrkun, nema að hitamyndun eigi sér stað með einhverjum hætti.
2. tafla. Trénisþættir, prótein, próteinniðurbrot og aska eftir grastegundum og sláttutímum.
Grastegund
Háliðagras 14.6. 19.7. 15.8. Vallarfoxgras 4.7. 16.7. 15.8. Vallarsveifgras 4.7. 16.7. 15.8. Snarrótarpuntur 29.6 16.7. 15.8
NDF', % þe. 55,8 61,4 71,3 68,13 65,1 69,6 68,53 67,0 72,2 65,43 61,9 71,1
ADF2, % þe. 29,2 32,9 40,8 33,2 35,6 38,9 31,4 32,4 36,9 29,8 30,1 34,8
Hemisellulósi, % þe. 26,6 28,5 30,5 34,93 29,4 30,7 37,13 34,5 35,4 35,73 31,8 36,3
Sellulósi, % þe. 26,5 29,0 34,1 29,5 31,1 33,1 28,9 29,5 32,5 26,5 26,3 29,3
Lignin, % þe. 2,4 3,5 5,1 3,4 3,5 4,9 2,6 2,5 2,5 2,5 2,7 3,9
Prótein, % þe. 21,6 13,3 10,9 14,7 10,7 8,5 16,9 12,6 10,3 14,5 11,2 10,4
Prótein niðurbrot, % 69 60 54 573 60 52 623 65 60 623 61 54
Aska, % þe. 8,7 8,3 10,6 6,7 6,2 5,8 8,1 8,3 8,7 7,2 8,0 8,8
1 Neutral Detergent Fiber - Frumuveggur.
2 Acid Detergent Fiber.
3 Sýni hafa sennilega skaddast við þurrkun.
Á 1. mynd er sýnt, sem dæmi, gerjunar eða niðurbrotsferlar fyrir prótein, þurrefni og
frumuvegg í háliðagrasi sem slegið var 19. júlí. Þar má sjá að hluti próteinsins er strax upp-
leysanlegur í vökvafasa vambarinnar (31%) og af því sem eftir er brotnar nokkur hluti hratt
niður, en síðan er afgangur sem brotnar hægt niður eða er ómeltanlegur. Hvað frumuvegginn
varðar, þá er ekki um um vatnsleysanlegan hluta að ræða sem neinu nemur og í raun er biðtími
eftir því að niðurbrot hefjist. Gerjunarferill þurrefnis liggur milli hinna tveggja þar sem prótein
og frumuveggur eru, auðvitað, hluti af þurrefninu. Um 26% af þurrefninu er uppleysanlegt
strax og er þar aðallega um að ræða prótein og sykrur, en þegar á líður gerjunartímann þá
nálgast ferlar þurrefnis og frumuveggjar hvem annan, þar sem leyfarnar, sem eftir eru, eru að-
allega frumuveggur.
Gerjunarferlar fyrir frumuvegg í grastegundunum íjórum er sýndur á 2, 3 og 4. mynd
fyrir 1. slátt, slátt 16. júlí og 15. ágúst. Við 1. slátt em ferlarnir fyrir háliðagras, vallarfoxgras
og vallarsveifgras mjög svipaðir, en hafa ber í huga að sláttutíminn er ekki sá sami fyrir allar
tegundimar. Gerjanleiki fellur og töluverður munur verður á grastegundunum við sláttutímana
um miðja júlí og ágúst. Það vekur athygli hvað niðurbrot fmmuveggjar í vallarsveifgrasi helst