Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 246
238
hátt, sem stendur ef til vill í sambandi við að blómgun hjá þeirri tegund er minni en hinna
tegundanna. Snarrótarpunturinn virðist í sér flokki. Niðurbrot frumuveggjarins í þeirri tegund
er alltaf lægst og jafnvel þó slegið sé fyrir skrið þá er niðurbrotið minna en t.d. í vallarsveif-
grasi í ágúst. Myndirnar sýna að stærðfræðilíkingin sem notuð var fellur mjög vel að gögn-
unum. Hugmyndin með líkingunni er að hún gefi lífeðlisfræðilegar upplýsingar. í 3. töflu eru
dregin saman gildi fyrir breytur líkingarinnar. Tekið skal fram að þarna er um fremur grófar
tölur að ræða. Úr töflunni má lesa að hlutfall þess hluta frumuveggjarins, sem gerjast hratt, er
hátt í upphafi en fellur með auknum þroska, og það sama á sér stað með gerjunarhraðann. Á
sama tíma eykst hlutfall þess hluta frumuveggjarins sem gerjast hægt og einnig sá liluti sem er
alveg ógerjanlegur. Gerjun frumuveggjarins er í samkeppni við flæði út úr vömbinni. Ef gert er
ráð fyrir að flæðihraði gæti verið 3% á klukkustund mundi 70% (100x7/(7+3)) af frumuvegg
með gerjunarhraðann 7% á klukkustund geta gerjast í vömbinni, en aðeins 25% (100x1/(1+3))
af frumuvegg með gerjunarhraðann 1% á klukkustund. Það er því mikilvægt íyrir nýtingu á
frumuvegg í grösum að hátt hlutfall sé af þeim hluta sem gerjast hratt. Það hefur líka áhrif á át
og umsetningu þar sem það er hlutinn sem gerjast hægt og sá ógerjanlegi sem segja til um það
hvað mikinn tíma tekur að flytja fóðrið í gegnum vömbina.
3. tafla. Yfirlit ytir hlutfall frumuveggjar sem gerjast hratt, hægt, eða er ógerjanlegur, ásamt gerjunarhraða.
Sláttutími D,, % 1 k[, %/klst2 D2, %3 k2, %/kIst4 U, %5
Háliðagras 14.júní 83 7,3 12 0,8 5
19. júlí 70 4,8 17 0,8 13
15. ágúst 55 3,6 20 0,8 25
Vallarfoxgras 4. júlí 79 6,8 13 0,3 8
16. júh' 72 7,0 16 0,3 12
15. ágúst 63 4,9 17 0,6 20
Vallarsveifgras 4. júlí 87 7,6 7 0,8 6
16. júlí 78 6,0 15 0,7 7
15. ágúst 78 4,9 10 0,7 12
Snarrótarpuntur 29. júní 63 5,1 22 1,1 15
16. júlí 55 5,1 25 0,9 20
15. ágúst 49 3,1 20 0,7 31
1 Dl= Sá hluti frumuveggjar er gerjast hratt.
2 kl= Gerjunarhraði DI.
3 D2= Sá hluti frumuveggjar er gerjast hægt.
4 k2= Gerjunarhraði D2.
5 U=Ógerjanlegur frumuveggur
Sem dæmi um niðurbrot á próteini eru sýndir, á 5. mynd, ferlar fyrir háliðagras á hinum
þremum mismunandi sláttutímum. I 4. töflu eru sýnd hlutföll mismunandi þátta próteinsins í