Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 247
239
grastegundunum eftir sláttutímum, þ.e. sá hluti sem er vatnsleysanlegur, sá hluti sem gerjast
hratt og sá hluti sem gerjast hægt eða alls ekki. Taflan sýnir að yfirleitt er 30-40% af próteini í
grösunum uppleysanlegt strax. Það þýðir að orka verður að vera til staðar til að örverumar geti
nýtt sér þetta prótein. Með auknum þroska minnkar sá hluti próteinsins sem gerjast hratt en sá
hluti, sem gerjast hægt eða ekki, eykst. Hraði niðurbrotsins á þeim hluta sem geijast hratt er
yfirleitt á bilinu 7-11% á klukkustund, sem er meiri hraði en hjá hraða hluta frumuveggjarins.
Þar sem stór hluti af próteini fylgir vatnsfasanum í vömbinni þá vekur þetta upp ýmsar
spurningar um aðgengi þeirra örvera, sem gerja frumuvegg, að próteini og kemur inn á eitt af
þeim sviðum sem reifuð voru í upphafi um þörfina á að stilla saman gerjun mismunandi
næringarefna í vömbinni.
4. tafla. Yfirlit yfir hlutfall mismunandi þátta próteins og hraða niðurbrots.
Sláttutími Uppleysan- legt % Hröð gerjun % Gerjunar- hraði %/klst Afgangur %
Háliðagras 14. júní 32 64 10,7 4
19. júlf 31 54 8,4 15
15. ágúst 44 30 6,4 26
Vallarfoxgras 4. júlí 19 68 10,3 13
16. júlí 30 48 12,9 22
15. ágúst 35 33 9,3 32
Vallarsveifgras 4. júlí 36 61 8,3 3
16. júlí 34 60 8,6 6
15. ágúst 36 45 8,8 19
Snarrótarpuntur 29. júní 28 61 9,6 11
16. júlí 31 56 9,1 13
15. ágúst 39 32 7,4 29
Hér hefur verið gerð stutt grein fyrir nokkrum af þeim niðurstöðum sem liggja fyrir um
íslenskar grastegundir. Þetta er hins vegar aðeins brot af þeim upplýsingum sem til eru og
munu verða til í því verkefni sem getið var að ofan.
HEIMILDIR.
Kristensen, E.S., P.D. Mpller & T. Hvelplund, 1982. Estimation of the effective protein degradbility in the rumen
of cows using the nylon bag technique combined with outflow rate. Acta Agric. Scand. 32, 123-127.
Madsen, J., T. Hvelplund, M. Weisbjerg, J. Bertilson, I. Olsson, R. Spörndly, O.M. Harstad, H. Volden, M.
Tuori, T. Varvikko, P. Huhtanen, & B.L. Ólafsson, 1995. The AAT/PBV protein system for ruminants. A
revision. Norwegian J. Agric. Sci. Suppl. No. 19, 37.