Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 253
245
Eftir burð var kjarnfóðurgjöfin aukin um 0,25-0,5 kg/d eins og sést í 2. töflu, þar til lág-
marksgjöf var náð. Þá var athugað hvort nytin gæfi tilefni til meira kjamfóðurs og ef svo var
hélst aukningin sú sama og áður. Við útreikninga á kjamfóðurgjöf var öllum afbrigðilegum
mælingum á nyt sleppt, t.d. vegna júgurbólgu eða yxnis en reynt að miða við eðlilega fram-
vindu.
Yfirlit yfir hlutföll hráefna í kjamfóðurblöndunni og áætlað efnainnihald út frá því er í 3.
töflu en niðurstöður mælinga á efnainnihaldi kjarnfóðursins eru í 1. töflu og er samræmi þar á
milli gott. Miðað var við að í einu kg af kjamfóðrinu væru 0,98 mjólkurfóðureiningar (FEm).
3. tafla. Hráefni f kjarnfóðurblöndu og reiknað efnainnihald. Niðurbrot á próteini í hráefnum er
áætlað.
Hráefni % Niðurbrot á próteini % Reiknað innihald í kjarnfóðri (þe.)
Heill maís 20,25 35 Hráprótein, % 24,5
Heilt bygg 21,00 70 Niðurbrot á próteini, % 50,0
Afhýtt bygg 15,00 70 Meltanl. hráprótein, g/kg 210
Hveitiklíð 10,00 80 AAT, g/kg 143
Fiskimjöl 18,00 45 AAT, g/FE 130
Þorskmjöl 5,00 35 PBV, g/kg 26
Grasmjöl 4,00 55 Ca, g/kg 21
Sykur 3,00 P, g/kg 13
Mg-oxíð 0,50 Mg, g/kg 4,8
Vítamín 0,35 Na, g/kg 5,8
Salt 0,90
Bindiefhi 2,00
Alls 100,0
Mcelingar og sýnataka
Orkugildi kjamfóðurs var áætlað út frá efnagreiningum og töflugildum varðandi meltanleika
liráefnanna sem notuð voru í blönduna en orkugildi gróffóðursins var reiknað út frá mældum
meltanleika in vitro. Eins og áður sagði var nyt mæld minnst 2 daga í hverri viku og mjólkur-
sýni voru tekin einu sinni í viku. Kýmar vom vigtaðar einu sinni í viku og holdastigaðar u.þ.b.
hálfsmánaðarlega. Blóðsýni voru tekin aðra hveija viku fyrstu 12 vikur eftir burð og þá vom
einnig eggjastokkar og leg kúnna skoðuð.
Orku og próteinþarfir vom reiknaðar út frá þeim líkingum sem birtar hafa verið í
tengslum við ný orku- og próteinmatskerfi. Mjólkurmagnið var staðlað m.t.t. orkuinnihalds
skv. Kkingunni:
Orkuieiðrétt mjólk kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð iíkingin: