Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 254
246
Kr/kg = 25,79 + (0,25 x 28,97 x fíta% / 3,98 + 0,75 x 28,97 x prótein% / 3,32)
í þessari jöfnu er gert ráð fyrir að grundvallarverð sé 54,76 kr; beingreiðsla 25,79 og af-
urðastöðvaverð 28,97. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með 3,98%
fitu og 3,32% prótein.
Tölfrœði
Þar sem rökrétt þótti að kvígurnar fengju heldur meira kjarnfóður en eldri kýr við sömu nyt þá
voru meðferðimar í raun íjórar, þ.e. kvígumar fengu ýmist 250 eða 350 g kjarnfóðurs/kg
mjólk en eldri kýrnar 200 eða 300 g/kg. Gögnin voru þó gerð upp með tveimur kjarnfóður-
flokkum sem kallaðir em hópur-200 (200 og 250 g) og hópur-300 (300 og 350 g). Líkanið
sem notað var við uppgjör á áti og afurðum innihélt þættina mjaltaskeið (3), meðferð (kjarn-
fóðurgjöf) (2), gripir innan meðferðar og mjaltaskeiðs (6), vika mjaltaskeiðs (16-28) og
tveggja þátta samspil meðferða og vikna. Við uppgjör á gögnum varðandi blóðsýni var tím-
anum skipt í sex tveggja vikna tímabil þar sem tekið var blóð úr kúnum í annarri hvorri viku
eftir burð. Uppgefin skekkja er staðalskekkja meðaltals fyrir kjarnfóðurhópa. Notað var
tölfræðiforritið NCSS.
NIÐURSTÖÐUR
Rétt er að taka fram að við samanburð á meðaltölum í gögnum sem þessum sem ná yfir langan
tíma skiptir tímalengdin sem valin er til uppgjörs oft verulegu máli fyrir niðurstöðumar. í
þessu tilfelli er valið að skoða afurðir yfir fyrstu 28 vikur mjaltaskeiðsins, þ.e. allan þann tíma
sem kjarnfóður var gefið og nyt var mæld en át á gróffóðri og allt er tengist fóðumýtingu og
hagkvæmni er skoðað fyrstu 16 vikur mjaltaskeiðsins. Ef um annan samanburð er að ræða er
það tekið fram á viðeigandi stöðum.
Efnainnihald heildarfóðurs
Eins og fram kemur í 4. töflu hefur meðalþurrefni í étnu gróffóðri verið um 53% og in vitro
meltanleiki þess um 74% og var enginn munur á því milli kjamfóðurs né mjaltaskeiðshópa.
Hins vegar var orkustyrkur heildarfóðursins meiri hjá kúm í hóp-300 eins og við var að búast
(0,92 vs 0,95 FEm/kg þe.). Hlutfall kjarnfóðurs í heildarfóðrinu var að meðaltali 26 og 36%
miðað við þurrefni en 31 og 42% miðað við orku hjá kjarnfóðurhópunum.
Hlutfall hrápróteins í heildarfóðri var um 18% af þe. og er heldur hærra hjá hóp-300 og
sama má segja um styrk AAT og steinefna í heildarfóðrinu. Þetta mun þó varla hafa haft mikil
áhrif þar sem AAT fóðmn var rífleg í báðum hópum eins og fram kemur í 7. töflu og magn