Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 255
247
steinefna er vel yfir viðmiðunarmörkum hjá báðum hópum. Enginn raunhæfur munur var á
fóðrinu milli mjaltaskeiðshópa.
4. tafla. Áhrif kjarnfóöurgjafar á efnainnihald í heildarfóðri.
Kjarnfóðurhópar 200 300 p-gildi 1 Mjaltaskeið 2 13 p-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Þurrefni í heyi, % 52,3 53,0 0,25 52,3 53,2 52,3 0,31 52,6 0,380
Meltanleiki þe. í heyi, % 74,1 74,2 0,41 74,1 74,2 74,2 0,98 74,1 0,111
Kjarnfóður, % af þe. 26 36 0,00 *** 31 31 32 0,82 31 0,80
Kjarnfóður, % af FEm 31 42 0,00 *** 36 36 37 0,84 36 0,86
FE 0,87 0,90 0,00 *** 0,88 0,88 0,89 0,85 0,88 0,003
FEM 0,92 0,95 0,00 *** 0,94 0,94 0,94 0,87 0,94 0,002
Hráprótein, % 17,6 18,5 0,00 *** 18,0 18,0 18,1 0,86 18,0 0,106
Leysanleiki próteins, % 62,8 60,1 0,00 *** 61,5 61,4 61,4 0,99 61,4 0,249
AAT, g/kg þe. 97 104 0,00 *** 101 100 101 0,94 101 0,525
AAT, g/FEm 105 109 0,00 *** 107 107 107 0,99 107 0,399
AAT, g/framl. FEm 155 158 0,33 156 157 157 0,92 157 1,613
PBV, g/kg þe. 15 15 0,75 15 15 15 0,79 15 0,668
PBV, g/FEm 16 16 0,82 16 16 17 0,83 16 0,750
Steinefni, % í þe. Ca 0,83 1,01 0,00 *** 0,92 0,91 0,93 0,74 0,92 0,014
P 0,59 0,69 0,00 *** 0,64 0,63 0,65 0,69 0,64 0,008
Mg 0,35 0,37 0,00 *** 0,36 0,36 0,36 0,42 0,36 0,002
K 1,47 1,34 0,00 *** 1,40 1,41 1,41 0,87 1,40 0,016
Na 0,25 0,29 0,00 *** 0,27 0,27 0,27 0,74 0,27 0,004
Áhrif kjamfóðurgjafar og aldurs á át
Eins og fram kemur í 5. töflu átu kýrnar í hóp-200 meira gróffóður (10,1 vs 9,0 kg þe./d) og
minna kjamfóður (3,50 vs 5,18 kg þe./d) en ekki var raunhæfur munur á meðalþurrefnisáti
milli hópanna. Hins vegar er munur á áti á FEm/dag og éta kýrnar í hóp-300 að meðaltali
tæpum 0,9 FEm (12,6 vs 13,5 FEm/d) fleiri fóðureiningar á dag. Þær kýr átu að meðaltali 1,68
kg þe. meira af kjarnfóðri á dag (5,18 vs 3,50 kg), en við þetta aukna kjamfóðurát minnkaði
gróffóðurátið um 1,16 kg þe. svo hvert kg þe af kjarnfóðri sem þær átu umfram kýr í hóp-200
hefur dregið úr gróffóðurátinu um 0,69 kg þe. að meðaltali. Munur á áti á orku milli hópanna
er 0,86 FEm/d (13,46 vs 12,60) svo aukning í kjamfóðurgjöf um 1 kg af fóðri (1 FEm) hefur
einungis aukið orkuátið að meðaltali um 0,45 FEm.
Kýrnar sem fengu meira kjarnfóður átu einnig um 10% meira magn af hrápróteini og
AAT en ekki er munur á PBV fóðrun og er hún á góðu róli í kringum +200 g á dag að meðal-
tali.
Aldur kúnna (mjaltaskeið) hafði raunhæf áhrif á át á öllum næringarefnum og að meðal-
tali átu fýrsta kálfs kvígumar um 82% og kýr á öðru mjaltaskeiði um 92% af því þurrefnis-
magni sem eldri kýmar átu.