Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 258
250
í tilrauninni '93-'94 en þá var miðað við að kýrnar fengju ýmist 550 eða 825 kg kjarnfóðurs á
mjaltaskeiðinu.
Ahrif kjamfóðurgjafar á orku og próteinjafiivœgi hjá kúnum
Þar sem kýmar voru einstaklingsfóðraðar er hægt að meta hvort orku og próteinjafnvægi
þeirra er jákvætt eða neikvætt. Það sem mestum vandkvæðum veldur við slíka útreikninga er
að taka tillit til þungabreytinga hjá kúnum. Þótt kýrnar hafi verið vigtaðar vikulega á sama
tíma dags er ailtaf sveifla í þunga hjá kúnum sem að mestu skýrist væntanlega af breytingum á
vambarfylli. Sem dæmi um slíkt má nefna að þegar kýrnar fóru út um miðjan maí léttust þær
að meðaltali um ríflega 30 kg. Því voru þungabreytingar hjá kúnum einnig skoðaðar bara yfir
innistöðutímann, en þungabreytingin er skoðuð sem frávik frá þunga kýrinnar fyrst eftir burð.
Meðalþynging kúnna á innistöðutímanum var um 90 g/d (um 18 kg á 28 vikum) og var ekki
munur milli kjamfóðurhópanna en fyrsta kálfs kvígurnar þyngdust langmest, eða að meðaltali
um 160 g/d (7. tafla).
Meðalþungi kúnna var um 416 kg þegar þær voru nýbornar en aldurshópamir voru að
meðaltali 379, 429 og 472 kg fyrstu 28 vikurnar eftir burð. Ekki var munur á meðalholdastigi
kúnna eftir kjamfóðurhópum (3,12 vs 3,15) en yngri kýrnar reiknast holdrýrari en hinar eldri
og reyndar voru kvígurnar of holdrýrar við burð til þess að geta talist í besta ásigkomulagi.
Fóðureiningar sem þurfti til viðhalds voru fundnar út frá þunga kúnna og þá reiknast
orkujafnvægið sem mismunur þess sem þær éta af fóðureiningum, þess sem fer í viðhald skv.
þunga kýrinnar og þess sem fer til mjólkurmyndunar skv. mældri nyt en ekki var reynt að taka
tillit til þungabreytinga hjá kúnum. Ekki er raunhæfur munur á orkujafnvægi milli kjarnfóður-
hópanna og em báðir hóparnir undirfóðaðir m.t.t. orku fyrstu 4 vikurnar eftir burð, en þegar
litið er á fyrstu 8 vikumar þá hafa kýrnar að meðaltali verið fóðraðar skv. þörfum yfir þann
tíma (FEm-át / FEm-þarfir = 1,0). Athyglisvert er að orkujafnvægið reiknast um 5% lakara hjá
kúnum ef miðað er við mjólkurfóðureininguna (FEm) samanborið við fitunarfóðureininguna
(FE) (1,08 vs 1,14). Reiknuð orkunýting án tillits til þungabreytinga sýnir að hver FEm til
framleiðslu (FEm étin - FEm til viðhalds) hefur skilað um 1,92 kg af orkuleiðréttri mjólk.
Ef litið er á reiknað AAT jafnvægi þá kemur í ljós að kýmar hafa verið fóðraðar yfir
þörfum alveg frá byrjun mjaltaskeiðsins í báðum kjarnfóðurhópum og að loknum 16 vikum
hafa hóparnir verið að meðaltali 22-32% yfir áætluðum þörfum (7. taíla). Framleiðslu-AAT
(g) er fundið sem mismunur á innbyrtu AAT og þess sem fer til viðhalds og reiknast þá að
kýrnar hafi étið um 64-70 g af AAT á hvert framleitt kg af orkuleiðréttri mjólk, en þarfir sem
miðað er við hérlendis eru 48 g/kg.