Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 260
252
áður fengust og skilar hópur-300 um 2,6 kr, eða tæplega 7% minni framlegð á kg mjólkur
(36,8 vs 39,4 kr/kg).
8. tafla. Áhrif kjarnfóðurgjafar og aldurs kúa á hagkvæmni framieiðsiunnar.
Kjarnfóðurhópar Mjaltaskeið Meðal- Staðal-
200 300 p-gildi 1 2 3 p-gildi tal skekkja
Tekjur af mjólk (28 vikur)
Kr á dag 821 870 0,39 727 865 945 0,01 *** 846 37,8
Kr á kg mjólk 54,0 54,3 0,56 54,6 54,2 53,7 0,20 54,2 0,26
Kjarnfóðurkostnaður
Kr á dag 121 180 0,00 *** 138 147 166 0,07 150 6,72
Kr á kg mjólk 7,7 10,8 Afurðatekjur umfram kjamfóðurkostnað 0,00 *** 10,0 8,8 8,9 0,00 *** 9,2 0,14
Kr á dag 701 690 0,83 589 718 779 0,01 ** 695 31,7
Kr á kg mjólk 46,4 43,5 0,00 *** 44,5 45,4 44,8 0,33 44,9 0,31
Tekjur af mjólk (16 vikur)
Kr á dag 941 1004 0,31 799 1002 11.17 0,00 *** 973 42,1
Kr á kg mjólk 53,4 53,5 0,74 53,8 53,5 53,2 0,30 53,5 0,24
Fóðurkostnaður (kjf og hey)
Kr á dag 242 305 0,00 *** 245 274 302 0,00 *** 273 7,6
Kr kg mjólk 14,1 16,7 0,00 *** 16,6 14,9 14,7 0,00 ** 15,4 0,33
Tekjur umfram fóðurkostnað
Kr á dag 700 699 0,98 554 729 815 0,00 *** 699 35,2
Kr á kg mjólk 39,4 36,8 0,00 *** 37,2 38,6 38,5 0,05 * 38,1 0,33
Heilsufar, frjósemi og blóðefnamœlingar
Almennt má segja að heilsufar hjá kúnum hafi verið gott í tilrauninni og áberandi betra en í
tilrauninni '93-'94 (1). Eins og áður kom fram var kjamfóðurgjöfin þá óháð nyt kúnna og var
þá töluvert um slen og lystarleysi. Slík tilfelli komu að sjálfsögðu einnig upp núna en í mun
minna mæli en áður og sennilega vegna þess að fóðrunin var í meira samræmi við þörf eða
getu kúnna á hverjum tíma. Þau tilfelli sem komu upp voru þó ekki síður hjá kúnum sem
fengu meira kjarnfóður.
Gögn varðandi fijósemi kúnna í þessari tilraun hafa verið skoðuð en eins og títt er um
slík gögn er breytileiki milli gripa mikill (3). Þættir sem fylgst var með eða þeir skráðir voru
dagafjöldi þar til leg og legháls voru eðlilega samdregin, þar til gulbú fannst, að fyrsta sjáan-
lega beiðsli, að fyrstu sæðingu og þar til fang var staðfest. Enginn raunhæfur munur fannst á
fyrrgreindum þáttum milli kjarnfóðurhópanna en hins vegar virtust kvígurnar koma einna
lakast út í þessum samanburði og tengist það hugsanlega rýrara holdafari þeirra.
Ekki kom fram marktækur munur á meðalstyrk mældra blóðefna hjá kúm í mismunandi
kjarnfóðurhópum og aldursáhrif voru lítil, en þó helst þau að prótein í blóði virtist heldur