Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 261
253
hærra hjá eldri kúnum. Ekki verður hér gerð nákvæm grein fyrir hinum ýmsu blóðefnum og
tilurð þeirra en vísað til fyrri skrifa (2).
í samanburði við niðurstöður fyrri tilraunar sést að albúmín er nú heldur lægra en áður
(33,3 vs 37,5 g/1), en urea-N talsvert hærra (3,18 vs 2,44 mmól/1) og er það í góðu samræmi
við mun hærri PBV gildi í fóðrinu núna (+213 vs -180 g/d). Gildi fyrir fijálsar fitusýrur
(NEFA, þ.e. non esterified fatty acids) eru heldur lægri í tilrauninni núna (0,183 vs 0,202
mmól/1) og skýrist það hugsanlega af því að engar fyrsta kálfs kvígur voru með '93-'94, en þær
mælast með heldur lægri gildi en eldri kýrnar. Styrkur NEFA í blóði er þó nú sem fyrr heldur
minni en búast mætti við.
Betahydroxybutyrate (BHB) er eitt af þrem ketonefnum í blóði mjólkurkúa en við súr-
doða eykst mjög myndun slíkra efna í lifur, en styrkur þeirra í blóði er talin endurspegla
nokkuð orkuástand gripann. Ekki er talið æskilegt að styrkur BHB fari mikið yfir 1,0 mmól/1
á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins, en í tilrauninni '93-'94 mældust mjög há gildi, eða að meðaltali
um 2,1 mmól/1 fyrstu 16 vikurnar eftir burð. í tilrauninni nú er styrkur BHB mun lægri, eða
um 1,3 mmól/1 að meðaltali fyrstu 12 vikumar, og er í hámarki 6-8 vikum eftir burð og er þá
1,4-1,9. Þrem mánuðum eftir burð eru gildin komin niður í um 1,1 mmól/1. Orkuástand kúnna
virðist því hafa verið betra nú en áður, eða a.m.k. jafnara, og styðja niðurstöður í 7. töflu það,
en einnig er rétt að hafa í huga að aldursdreifing kúnna er ekki sú sama. Einnig getur það haft
einhver áhrif til lægri gilda á BHB nú að í tilrauninni núna var nánast bara gefið þurrhey fyrstu
3-4 vikurnar eftir burð, en smjörsýra úr votheyi getur haft bein áhrif til hækkunar á keton-
efnum í blóði.
Styrkur Mg í blóðinu mælist nú heldur lægri en áður (0,89 vs 1,00 mmól/1) en er þó vel
innan viðmiðunarmarka sem teljast 0,8-1,2. Þetta er þó ekki í samræmi við mun hærri gildi á
Mg í fóðri í þessari tilraun, eða 0,36% á móti 0,28% áður. Styrkur fosfórs mælist nú mjög
svipaður og áður bæði í fóðri og blóði.
9. tatla. Áhrif kjarnfóðurgjafar og aldurs kúa á blóðefni,
Kjarnfóðurhópar 200 300 p-gildi 1 Mjaltaskeið 2 3 p-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Albúmín, g/1 33,8 32,8 0,11 32,8 33,2 34,0 0,31 33,3 0,433
Glóbulín, g/1 37,3 37,4 0,93 35,1 37,8 39,2 0,03 * 37,4 0,860
Prótein, g/1 71,2 70,2 0,37 67,9 71,0 73,2 0,00 *** 70,7 0,718
BHB, mmól/1 1,39 1,17 0,34 1,05 1,50 1,29 0,28 1,28 0,153
NEFA, mmól/1 0,182 0,184 • 0,82 0,175 0,192 0,181 0,12 0,183 0,005
UREA-N, mmól/1 3,10 3,27 0,25 3,23 3,21 3,10 0,73 3,18 0,097
Fosfór, mmól/1 1,99 2,10 0,07 2,08 2,04 2,00 0,53 2,04 0,041
Magnesíum, mmól/1 0,89 0,90 0,76 0,87 0,92 0,89 0,33 0,89 0,018