Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 265
257
geldar. Á tilraunastöðinni Foulum í Danmörku standa yfir víðtrækar rannsóknir með frjó-
semisúrval og þar á meðal á einpöruðum minkalæðum. Þar hefur komið fram að einparaðar
læður hafa mest áhrif á fjölda af geldum dýrum. í því sambandi eru danskir minkabændur
farnir að farga öllum læðum sem parast bara einu sinni, sama hvort þær hafa komið upp
hvolpum eða ekki. Af sama toga er förgun á refalæðum sem ekki parast á fyrsta ári. Þeim er
öllum fargað, sama hvort þær geti parast á öðru ári og komið þá upp hvolpum. Miklilvægt er
að bóndinn rækti dýrastofn sem verði snemma kynþroska og parist örugglega og losni þar með
við geldu dýrin sem hann hefur bara kostnað af. Á 3. mynd sést hvernig einpörunin hefur áhrif
á aukna geldprósentu hjá svörtum minkum.
Áhrif einpörunar á hlutfall geldra læða
♦
4
St.t íim « - o.iaib varf B = 0,0265 ni R = 0,8806
4 Aðh
Fylc
0 1 0 1 2 14 16 18
Geld %
3. mynd. Áhrif einpörunar á fjölda af geldum læðum.
BIRTUMÆLINGAR
í verkefni Einars voru gerðar birtumælingar í minkahúsunum. Mæld var birtan með svoköll-
uðum „luxmæli“ utan dyra og innanhúss. Með því að deila útimælingunni í innimælinguna og
margfala útkomuna með 100 fannst nýtanleg birta í húsunum. í ljós kom að birtunýtingin í
loðdýrahúsunum er mjög misjöfn, allt frá því að vera góð og niður í það að vera mjög léleg.
Þannig fannst að birtan sem nýttist í húsunum í júni var frá 6,5% uppí 27,4% þar sem best var,
eða að meðaltali rúm 14%. Mælingamar sem gerðar voru síðar, eða um mánaðarmótin októ-
ber/nóvember, en þá er birtan svipuð og í byrjun pörunartímans, voru hliðstæðar júní-
mælingunni en bara helmingi minni, eða 6,9% nýting. Þegar farið var að leita eftir áhrifum
birtunnar á pörunina kom fram neikvæð fylgni, að eftir því sem minni birta er í húsunum
verða fleiri læður óparaðar. Þó þessar mælingarnar hafi aðeins verið gerðar á 7 búum í Skaga-
firðinum bendir aðhvarfslínan eindregið til þess að birtan í húsunum þurfi að mælast upp
undir 500 lux (um sólstöður) svo hátt pörunarhlutfall náist. Hliðstætt þessu hefur Einar fundið
verlegan mun á því hvort húsin eru með trefjaplast eða glært plast og áhrif þess á pörunarvilja