Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 269
261
fjár- og hrossarækt en frá 1927 einvörðungu í hrossarækt, og var Theodór hrossaræktarráðu-
nautur BI til 1939 en það ár lést hann. Theodór hóf færslu Ættbókar BÍ fyrir undaneldishross
árið 1923. Gunnar Bjarnason var ráðinn hrossaræktarráðunautur BÍ í ársbyrjun 1940 og gengdi
starfinu til ársloka 1961. A starfstíma Gunnars hófst nýtt skeið í sýningahaldinu í hrossarækt.
Tvær nýjungar sem Gunnar beitti sér fyrir voru þar mikilvægastar, þ.e. stórsýningahald og
kerfisbundin stigun eiginleika. Verður að þessum þáttum vikið hér á eftir, en ákaflega mikil
þróun og útfærsla hefur átt sér stað á báðum þessum sviðum í gegnum árin og áratugina. Á
starfstíma Þorkels Bjarnasonar sem hrossaræktarráðunautar BÍ festist sýningahald og dómar
kynbótahrossa í sessi, en Þorkell var í starfi frá 1961 til 1996. Kristinn Hugason hóf störf hjá
BÍ 1986 sem ráðunautur í kynbótum hrossa en frá 1989 sem hrossaræktarráðunautur BÍ.
Saga sýningahalds
Þegar hefur verið getið um sveita- og héraðssýningar í hrossaræktinni en fyrsta landssýningin
fyrir kynbótahross var haldin í Reykjavík 1947. Stóð BÍ fyrir sýningunni sem var einn þáttur
Landbúnaðarsýningarinnar 1947. Fyrsta landsmótið sem haldið var í samvinnu BÍ og Lands-
sambands hestamannafélaga (LH) var haldið á Þingvöllum árið 1950, landsmót hafa æ síðan
verið haldin fjórða hvert ár. Oftast á Þingvöllum, fimm sinnum, á Vindheimamelum, þrisvar,
og Gaddstaðaflötum við Hellu, tvisvar, einu sinni á Þveráreyrum í Eyjafirði (1954) og einu
sinni á Hólum í Hjaltadal (1966). Rétt í tæpa síðustu tvo áratugina hafa landsmótin ýmist
verið haldin á Gaddstaðaflötum eða Vindheimamelum, en næsta landsmót verður haldið á
Melgerðismelum í Eyjafirði árið 1998. Síðan er ætlunin að halda landsmót annað hvert ár úr
því, árið 2000, 2002 o.s.frv. Við þessa breytingu leggst væntanlega af hinn meginþáttur hins
hefðbundna stórmótahalds; fjórðungsmótin. Fjórðungsmót voru fyrst haldin á sjötta ára-
tugnum og smám saman komst föst skipan á röð þeirra o.fl. Nú síðustu árin hefur eitt
fjórðungsmót verið haldið á ári í fjórðungunum til skiptis árin á milli landsmóta. Mótin hafa
flust á milli fjórðunga sólarsinnis um landið, en um tíma var það svo að tvö fjórðungsmót
voru haldin sum árin til að ljúka ætíð af einni hringferð um landið árin á milli landsmóta.
Þessu var hætt, ekki hvað síst vegna þess hve aðrar árlegar stórsýningar, sem víða eru haldnar,
festust í sessi.
Hvað framkvæmd lands- og fjórðungsmóta varðar sér BI um kynbótaþátt mótanna en
hestamannafélögin í fjórðungunum sjá um framkvæmdina að öðru leyti, en stundum hefur
orðið brestur á samstöðu hestamannafélaganna um stórmótahaldið, því miður.
Núverandi tilhögun sýningahaldsins er skýrt skilgreind í ritinu Kynbótadómar og
sýningar en við setningu regla þeirra er birtar eru í ritinu og við útgáfu þess komst loks festa á