Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 270
262
ýmsa þætti er lúta að framkvæmd sýningahaldsins. Kynbótasýningar hrossa eru nú auk lands-
og fjórðungsmóta: héraðssýningar, stöðvarsýningar, dómar einstakra hrossa, einkum vegna út-
flutnings, og dómar á erlendri grund.
Héraðssýningar kynbótahrossa eru haldnar einu sinni eða oftar á ári í öllum héruðum
landsins þar sem hrossarækt er stunduð. Þar sem best hefur til tekist að tryggja samstöðu um
sýningahaldið eru héraðssýningar raunar ígildi Qórðungsmóta.
Stöðvarsýningar, þ.e. sýningar í Gunnarsholti og á Hólum í Hjaltadal þar sem ríkið hefur
rekið stóðhestastöð og hrossaræktarbú, heyra raunverulega sögunni til. Ríkið hefur hætt rekstri
stóðhestastöðvar og sýningar í Gunnarsholti eru nú öllum opnar. Sýningahaldi á Hólum fyrir
hross hrossaræktarbús ríkisins, sem er enn rekið, hefur verið hætt.
Nokkuð er um að beiðnir komi um að dæma eitt og eitt hross, einkum ef til stendur að
flytja þau úr landi. Oftast eru ræktendur þá að hugsa um gildi hrossanna vegna útreiknings á
kynbótamati. Við þessu er reynt að verða þó æskilegra sé að slíkir dómar fari fram á sýn-
ingum, enda er sífellt verið að lengja sýningatímann. I ár verður t.d. fyrsta kynbótasýningin
síðari hluta febrúai' og sú síðasta undir lok ágúst.
Erlendis er afar eftirsótt að fá íslenska kynbótadómara til starfa. Oftast nær starfa þeir að
dómum í samræmi við reglur þess lands þar sem sýningin fer fram hverju sinni, í sumum til-
vikum eru þær reglur nánast þær sömu og hérlendar. Af og til eru þó haldnar sýningar í út-
löndum sem fara að öllu leyti fram í samræmi við íslenskar reglur og eru fyrst og fremst
ætlaðar fyrir hross sem fædd eru hér á landi. Þær sýningar hafa tvíþættan tilgang, annars vegar
að afla gagna vegna útreiknings á kynbótamati og hins vegar að velja hross til að koma fram
fyrir íslands hönd á Heimsmeistaramótinu.
Saga dómsaðferða og stigunar eiginleika
Á fyrstu ái'atugum sýningahaldsins dæmdu landsráðunautarnir einir, en hafa líklega snemma
kallað til fylgdarmenn í einstökum héruðum og vitaskuld hafa ýmsir aðstoðarmenn komið að
verkum allt frá upphafi. Nokkuð snemma hefur líklega verið farið að tala um fyrrnefnda stað-
kunnuga fylgdarmenn sem meðdómendur enda iðulega verið um afar hæfa menn að ræða, sjá
Horfnir góðhestar eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp.
Á landsmótinu 1950 vai’ að störfum formleg fimm manna dómnefnd. Frægar sögur eru
til af átökum innan landsdómnefnda á fyrstu mótunum. Frægast fyrir þetta er án vafa lands-
mótið á Þveráreyrum 1954. Miklir flokkadrættir voru og kringum val meðdómenda og höfðu
samtök hestamanna mikið með valið að gera og hélst sú venja lengi. Aukin fagmennska festist
þó jafnt og þétt í sessi þó viss tröppugangur væri til staðar lengi, en enginn vafi er á að ráðu-