Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 272
264
kunna margfaldaðra með vægjum fyrir hvern eiginleika fyrir sig og taka síðan einfalt meðaltal
byggingar og hæfileika.
Árið 1979 var samþykkt í sýninganefnd BÍ og LH, sem þá starfaði skv. búfjárræktar-
lögum frá 1973 (undanfari hrossaræktarnefndar BÍ og síðar fagráðs BÍ og F.hrb.), að greina
bygginguna betur í sundur í dómunum. Frá upphafi hafði byggingin verið metin sem þrír
eiginleikar: yfirsvipur, samræmi og fætur. Nú var yfirsvipurinn (margfeldi 16) greindur niður í
höfuð (margfeldi 4), háls, herðar og bóga (margfeldi 6) og bak og lend (margfeldi 6). Eigin-
leikanum samræmi var ekki breytt en eiginleikanum fætur með margfeldi 16 var skipt upp í
fótagerð, réttleika og hófa með margfeldin 5, 6 og 5.
Á fundi sýningarnefndar í desember 1985 var samþykkt að tvöfalda vægi tölts í dóms-
einkunninni. Þannig fékk það vægið 20 í stað 10 áður en margfeldi annarra eiginleika var
óbreytt. Þannig varð heildardeilitala kosta 70 í stað 60. Þetta var fyrsta verulega breyting á
dómkerfinu í langan tíma. Breyting þessi studdist við kynbótafræðilega rannsókn. Enn frekari
breytingar voru gerðar á dómkerfinu af hrossaræktarnefnd BI vorið 1990, bæði voru ákvörðuð
ný vægi dómstigans og samþykkt að dæmt skyldi á víðari kvarða en áður var gert (teygni).
Tilgangur þessara breytinga var að auka áherslu á þá þætti er helst marka myndugleika og
þokka hestsins. Hækkað var því vægi á hálsi, herðum og bógum (úr 6 í 8) en vægi á höfði og
baki og lend haft óbreytt. Vægi á samræmi var lækkað (úr 8 í 6) en um leið var lögð sérstök
áhersla á að auka raunverulegt vægi samræmis í dómunum með aukinni dreifingu einkunna
fyrir þann eiginleika sem verið hafði mjög miðlægur í dómunum. Þá var vægið fyrir fegurð í
reið aukið (þokki og myndugleiki) en lækkað á geðslagi að sama skapi til að halda heildar-
summu vægja óbreyttri. Geðslagið varð fyrir valinu einkum vegna þess hve það er vanddæmt
og því hæpið að hafa vægið hátt. Samtímis var athyglinni beint að þeim þáttum í sköpulagi
hestsins er ráða styrk hans og endingu. Því var t.d. vægi á fótagerð og hófum hækkað en
lækkað á réttleika; 6, 4, 6.
Auknar áherslur í einkunnagjöf (teygni) auðvelda ræktendum og öðru áhugafólki að
greina ólík gæði hrossa í einstökum eiginleikum og í heild (aðaleinkunn). Einnig hefur síðast-
nefnda atriðið afgerandi þýðingu til að treysta útreikning kynbótamatsins (BLUP), en
miðlægni einkunna var orðin allt of rnikil. Til að tryggja enn frekar undirstöður dómkerfisins,
t.d. með góðri samhæfingu kynbótadómara og til að festa í sessi fyrmefnda stefnumótun var
sarninn nákvæmur stigunarkvarði fyrir einstaklingsdóma kynbótahrossa, sjá Kynbótadómar
og sýningar, bls. 13-34. Þá voru settar nýjar reglur um afkvæmasýningar kynbótahrossa á
grunni kynbótamatskerfisins (BLUP). Við samningu þeirra reglna var stuðst við niðurstöður