Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 274
266
7. Við dóma eru hrossin kynnt lauslega af þul sýningarinnar, en á yfirlitssýningu og
verðlaunaveitingu er kynning í höndum formanns dómnefndar.
8. (Fjallaði um mælingar).... Ekki verði tekið mið af gömlum dórnum við dómstörf og
þeir ekki lengur hafðir á dómblöðunum. Einn byggingardómur verði látinn gilda fyrir
hvert ár sé hrossið fulldæmt, þ.e.a.s. ekki er hægt að mæta með hross einungis í
byggingardóm sem gildi síðan allt það ár. Hönnun dómblaðs verði breytt til sam-
rærnis við þennan lið.
9. (Fjallaði um hámarksfjölda ferða).
Reglur um framkvæmd kynbótadóma 1997
1. Dómarar séu tveir og dæmi hvor fyrir sig.
2. Hverju hrossi sé stillt upp einu sinni í byggingardómi.
3. í lok dóms á hverju hrossi fyrir sig (bygging fyrst, síðan hæfileikar) korni dómarar
saman og ákveði eina einkunn fyrir hvern eiginleika fyrir sig (sjö eiginleikar í
byggingu og sjö í hæfileikum), þar sem reglan sé sú að meðaltal skuli tekið gerist
þess þörf. Megintilgangur samráðs er að leita skýringa sé rnunur á milli dómara
mikill, auk þess að skrá sameiginlega í athugasemdaiæiti dómblaðs eftir því sem það
á við hverju sinni.
4. Hross sem koma til hæfileikadóms en hafa verið dæmd áður skulu einnig byggingar-
dæmd með el'tirtalinni undantekningu þó: A stórmótum sem haldin eru að aflokinni
forskoðun (héraðssýningum) er ekki gert ráð fyrir að hross séu dærnd aftur fyrir
sköpulag. Ef hins vegar forráðamenn einstakra hrossa á mótinu óska eftir slíkum
endurdómi skal orðið við því. Fyrir þessum þætti skal því gert ráð í dagskrá stórmóta.
5. Ekki skal hafa eldri dóma til hliðsjónar þegar hross eru endurdæmd.
LOKAORÐ
Undirritaður vill hér í lokinn láta þá ósk í ljósi að á næstu árum muni takast að brjóta blað í
sögu matsaðferða á eiginleikum íslenska hestsins. Með því að auk hins hefðbundna dóma-
starfs verði tæknin tekin í auknum mæli í þjónustu greinarinnar og gæði gangtegundanna verði
t.d. mæld með ýmsurn hreinum mæliaðferðum. Jafnframt verður undirritaður að láta í Ijós
djúpstæðar áhyggjur sínar af framvindu greinarinnar í heild ef ekki tekst að komast endanlega
upp úr áratuga gömlu hjólfari skorts á trúnaði væðandi leiðbeiningar í hrossarækt, einkum þó
hvað dómstörfin varðar.
HEIMILDIR
Ásgeir Jónsson, 1954. Horfnir góðhestar. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri.
Jón Viðar Jónmundsson, 1995. Framkvæmd hrossadóma. í: Hrossaræktin 1994, III (ritstj. Kristinn Hugason).
Bændasamtök fslands, Reykjavík, 159-164.
Kristinn Hugason, ritstjóri, 1992. Kynbótadómar og sýningar, Búnaðarfélag íslands, Reykjavík.