Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 276
268
1. tafla. Dreifniliðir* (variance components) og arfgengi samkvæmt dómum á tveimur tímabilum.
Niðurstöðurnar eru samkvæmt einbreytu REMLf greiningu.
Eiginleiki Byggtádómum 1980-1989 a2^ a2e h2 Byggtádómum 1990-1995 a2g a2e h2
Höfuð 0,0425 0,0952 0,31 0,1082 0,1711 0,39
Háls, herðar, bógar 0,0322 0,0865 0,27 0,0810 0,0937 0,46
Bak og lend 0,0309 0,1061 0,22 0,0837 0,1820 0,31
Samræmi 0,0345 0,0729 0,32 0,0912 0,1493 0,38
Fótagerð 0,0245 0,1051 0,19 0,1057 0,1746 0,38
Réttleiki 0,0471 0,1369 0,26 0,0768 0,1892 0,29
Hófar 0,0371 0,1289 0,22 0,1509 0,1529 0,50
Tölt 0,1207 0,2351 0,34 0,2638 0,2234 0,54
Brokk 0,0648 0,1607 0,29 0,1687 0,3408 0,33
Skeið 0,6617 0,5877 0,53 0,9718 0,5524 0,64
Stökk 0,0690 0,1455 0,32 0,1401 0,2465 0,36
Vilji 0,0696 0,1298 0,35 0,0907 0,1498 0,38
Geðslag 0,0277 0,1190 0,19 0,0279 0,1168 0,19
Fegurð í reið 0,0479 0,1169 0,29 0,1048 0,1410 0,43
± a2g = erfðabreytileiki; a2c = umhverfisbreytiieiki.
f Restricted Maximum Likelihood; aðferð sennilegustu frávika.
í 1. töflu er listi yfir dreifniliðina samkvæmt dómum fyrir og eftir breytta notkun dóm-
skalans 1990. Þar má sjá að erfðabreytileikinn hækkar fyrir alla eiginleika með breyttri notkun
dómskalans. Umhverfisbreytileikinn stendur hins vegar í stað fyrir suma eiginleika eða
hækkar nokkuð, en aldrei eins mikið og erfðabreytileikinn. Gleggstar eru breytingarnar hvað
varðar eiginleikann tölt, en þar rúmlega tvöfaldast erfðabreytileikinn en umhverfísbreyti-
leikinn lækkar örlítið.
Með hjálp arfgengisins og upplýsinga um skyldleika milli hrossa er dómunum breytt í
kynbótaeinkunnir sem eru matstölur fyrir erfðaeðli hrossanna. I sumum tilfellum þykja kyn-
bótaeinkunnirnar nokkuð torskildar. Sérstaklega á þetta við í þeim tilfellum þegar svipfarið
virðist í nokkurri mótsögn við kynbótaeinkunnirnar. í slíkum tilvikum er um það að ræða að
ættingjar gripsins gefa upplýsingar um að gripurinn sýni ekki sínar réttu hliðar og leiðrétta því
kynbótaeinkunnir hans til líklegri vegar. Ef nú arfgengi eiginleika hefur hækkað þá lýsir það
sér meðal annars í því að kynbótaeinkunnirnar verða auðskildari, þ.e. kynbótaeinkunnimar
verða líkari þvf sem við áttum von á eftir að hafa skoðað dórna hrossins sjálfs. Hækkað arf-
gengi þýðir nefnilega í kynbótamatinu að aukið vægi er sett á þær upplýsingar sem hrossið
sjálft veitir en minni á upplýsingar um ættingja.
Miðlœgir dómar 1996
í 2. töflu er meðalfrávik dóma á þremur tímabilum stillt upp. í fyrsta lagi er reiknað meðalfrá-
vik fyrir dóma sem felldir voru á árunum 1980-1989, í öðru lagi meðalfrávik dóma á árunum
1990 til 1995 og að síðustu meðalfrávikið eins og það reiknast fyrir dóma síðastliðins sumars.