Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 277
269
2. tafla. Meðalfrávik dóma á einstökum eiginleikum samkvæmt þremur tfma-
bilum.
Eiginleiki 1980-1989 1990-1995 1996
Höfuð 0,37 0,52 0,45
Háls, herðar, bógar 0,36 0,42 0,37
Bak og lend 0,38 0,60 0,53
Samræmi 0,36 0,55 0,46
Fótagerð 0,36 0,61 0,49
Réttleiki 0,43 0,51 0,39
Hófar 0,41 0,54 0,51
Tölt 0,62 0,71 0,60
Brokk 0,49 0,72 0,72
Skeið 1,14 1,24 1,27
Stökk 0,47 0,62 0,56
Vilji 0,46 0,50 0,42
Geðslag 0,40 0,38 0,35
Fegurð í reið 0,43 0,51 0,48
í 2. töflu má greina hina auknu teygni í dómum áranna eftir 1990 samanborið við árin
þar á undan. Þetta hefur skilað sér í hækkun á arfgengi eins og komið hefur fram hér áður. Ef
við hins vegar berum saman öftustu tvo dálkana í 2. töflu þá sjáum við að dómarnir síðasta
sumar eru miðlægari en dómar áranna 1990 till 1995 fyrir alla eiginleika nema brokk og skeið.
Sérstaklega dapurlegt er þó að dreifing dóma fyrir tölt er jafnvel enn slappari en hún var á
árunum 1980-1989. í þessu sambandi er þó rétt að benda á að skeið fylgir ekki fullkominni
normaldreiflngu. Skeið er svokallaður þröskuldseiginleiki, þ.e. annaðhvort hafa hross skeið
eða ekki. Þau sem eru skeiðlaus fá einkunnina 5,0 en hin eitthvað hærra. Raunar mætti segja
að tölt sé einnig þröskuldseiginleiki en flestöll íslensk hross eru ofan töltþröskuldarins, þ.e.
þau hafa tölt. Meðalfrávik allra dæmdra hrossa er því ekki nógu góður mælikvarði á nýtingu
dómskalans fyrir skeið. Þar væri réttara að skoða meðalfrávik í dómum þeirra hrossa sem sýna
skeið. Hér mætti geta þess að nauðsynlegt er að endurskoða hvernig einkunnir fyrir skeið eru
meðhöndlaðar í kynbótamatinu, þar þyrfti nauðsynlega að taka tillit til þessa þröskuldseðlis
skeiðsins. Þetta verður rætt frekar hér á eftir.
Reyndir dómarar teygja mest
Miðlægni einkunna virðist hafa aukist með breyttu fyrirkomulagi dóma. Forvitnilegt er þá að
skoða hvort skýringa sé að leita hjá einhverjum ákveðnum dómurum eða hvort þetta sé bara
almennt hjá öllum. Til að skoða það var dómurunum skipt upp í tvo hópa, annars vegar
reyndir dómarar og hins vegar minna reyndir dómarar. Þessi skipting var gerð á grunni fjölda
hrossa sem viðkomandi dómarar hafa dæmt á síðastliðnum árum. Niðurstöður þeirrar könn-
unar voru þær að þessir reyndari dómarar náðu betur að halda uppi dreifingu en þeir sem
5