Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 278
minni reynslu hafa. Þó náðu þeir ekki að nýta skalann eins vel og gert var á árunum 1990 til
1995.
Einstaka dómskyssur
I 3. töflu er sýnd tíðni stigamunar milli dómara á hrossum sem dæmd voru sumarið 1996.
Varðandi þessar tölur er rétt að skoða hvað þetta eru margir samanburðir. Hrossin eru 1336,
dómararnir 3 og eiginleikarnir 14 sem dæmdir eru. Þannig er heildarfjöldi samanburða sem
hægt er að gera á einkunnum dómaranna alls 1336x3x14, eða 56112. Til að skýra enn frekar
hvernig þessar tölur í 3. töflu eru tilkomnar er rétt að taka dæmi:
Dómar fyrir fótagerð hjá ákveðnum hesti voru hjá fyrsta dómara 8,5, hjá öðrum dómara
8,0 og hjá þriðja dómara 7,5. Hægt er að bera þessa dóma saman á þrjá vegu, þ.e.:
Dómarar Munur
1 og 2 0,5 stig
1 og 3 1,0 stig
2 og 3 0,5 stig
Þarna eru því tveir samanburðir sem gefa mun um hálft stig og einn samanburður sem
gefur mun um heilt stig. í 3. töflu sést að sé tekið meðaltal fyrir alla 14 eiginleikana þá eru
dómarar alveg sammála um einkunn í um helmingi tilfella, en í 43% tilfella er um að ræða
mun um hálft stig. I rúmlega 6% tilvika eru dómarar ósammála sem munar heilu stigi og í 6
tilfellum af hverjum þúsund munar meiru en einu stigi. Minnstur ágreiningur virðist vera milli
dómara í einkunnum fyrir fegurð í reið, en einnig háls, tölt og vilja. Stigamunur sem nemur
meiru en heilu stigi er algengstur þegar kemur að einkunnum fyrir skeið og stökk. Rétt er að
benda á að í sambandi við geðslag þá getur munur aldrei orðið meiri en tvö stig vegna þess
hvernig dómskalinn er notaður.
Nú er varla hægt að ætlast til að í huglægu mati sem þessum kynbótadómum séu menn
ætíð nákvæmlega sammála um allar tölur. En hvað getur talist eðlilegur munur á milli dóm-
ara? Til þess að svara því verðum við að hugsa okkur að til sé eitthvað sem er réttur dómur og
reyna að ákvarða hve mikið dómurum sé „leyfilegt“ að víkja frá honum. Miðað við það
hvernig dómskalinn er skilgreindur og þá áherslu sem lögð er á samhæfingu dómara þá er ekki
óeðlilegt að ætlast til að dómarar víki ekki meira frá „réttum" dómi en sem nemur hálfu stigi.
Ef við nú gerum ráð fyrir að hálft stig til eða frá „réttum“ dómi sé eðlileg sveifla þá
þýðir það að munur milli tveggja dómara um eitt stig getur talist innan eðlilegra marka. Dæmi
um það gæti verið þegar „réttur“ dómur fyrir ákveðinn eiginleika hjá einhverju hrossi er 7,5 en
einn dómaii gefur 7,0 og annar 8,0. Báðir eru hálfu stigi frá „réttum" dómi en munurinn milli
þeirra tveggja er hins vegar eitt stig. Ef skoðuð er 3. tafla þá sést að í 99,4% tilfella er munur